Mánudagur, 22. ágúst 2011
Stjórnmál trompa vísindi
Á Íslandi er allt land í eigu eða undir stjórn ríkisins. Það sem ríkið kallar ekki beinlínis sitt eigið land, það er engu að síður ekki undir fullri stjórn hinna formlegu eigenda. Reglugerðir, lög, opinbert "skipulag" og fleira slíkt takmarkar nýtingu og notkun lands svo mikið, að réttara væri að tala um að allt land sé í raun undir stjórn ríkisins (og því tilgangslaust að tala um "eign" einhvers annars).
Ríkið á líka nánast öll orkufyrirtækin.
Vangaveltur um virkjunarkosti á Íslandi eru þar af leiðandi alltaf pólitískar í eðli sínu.
Vísindi og rannsóknir og "hagkvæmi" og góð eða slæm "nýting" á landi eru bara sjónarhorn sem stjórnmálamenn geta valið að nota, eða sleppt því.
Menn skulu því ekki vera undrandi á því að "orkukostir" séu færðir upp og niður í forgangsröðun í skýrslum, hvað sem líður rannsóknum og vísindum. Ef stjórnmálamaður tekur þá pólitísku ákvörðun að slá allar vatnsaflsvirkjanir af borðinu, þá er það einfaldlega hans ákvörðun. Stjórnmálamaðurinn tapar hvorki né græðir á því að breyta forgangsröðun sinni. Það gera aðrir. Stjórnmálamaðurinn sefur rólegur á nóttunni yfir því að hafa trompað alla aðra í gegnum stjórn ríkisins á öllu íslensku landi.
Ef menn vilja að orð eins og "hagkvæmni" og "sjálfbærni" komi í stað stjórnmála og opinberra hrossakaupa, þá er leiðin mörkuð tveimur vörðum sem auðvelt er að skilja:
- Einkavæðing opinberra orkufyrirtækja.
- Sala á opinberu landi til einkaaðila, samhliða stórkostlega minnkuðu regluverki í kringum landnýtingu á Íslandi.
Voila!
Röðun orkukosta kemur á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.