Vinstristjórnin er rétt að byrja

Þrettán nýir skattar, og vinstristjórnin er bara búin með hálft kjörtímabil. Áfram verður haldið.

Þegar menn umbylta skattkerfinu með þessum hætti, þá skulu menn ekki láta það koma sér á óvart að fólk bregðist við. Þeir sem liggja þétt upp að nýju eða hærra skattþrepi, þeir láta staðar numið og vinna minna eða finna leið til að afla sér tekna "svart". Þeir sem geta, þeir reyna að koma sér úr skattlagðri starfsemi og í aðra minna skattlagða eða jafnvel óskattlagða. 

Hækkandi skattþrep segja ekki einu sinni alla söguna. Allskyns bætur og endurgreiðslur skatta í formi skattaafsláttar koma einnig inn í áætlanir fólks um framtíðina. Þetta er m.a. rætt hérna á Vefþjóðviljanum

Ég átti stutt spjall við Svía um daginn. Konan hans hafði verið heimavinnandi seinustu 5 árin vegna barneigna, en þau hjón áttu þrjú börn. Svíinn sagði mér að með því að eignast barn með rétt undir 20 mánaða millibili væri hægt að halda fullum fæðingarorlofstekjum. Þau eignuðust því sín þrjú börn með minna en 20 mánaða millibili. Það er "sænska leiðin".

Hver segir svo að skatt- og bótakerfið hafi ekki áhrif á hegðun (heiðarlegs) fólks? Ekki ég.


mbl.is Skattaflóran ennþá fjölbreyttari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband