Erfitt?

Steingrímur J. Sigfússon, sósíalisti og fjármálaráðherra, viðurkennir að hann eigi erfitt með að skilja sumt:

Nokkur umræða fer nú fram um skattsvik, bótasvik og svarta atvinnustarfsemi. Leiða sumir að því líkum að slíkt hafi aukist undanfarin þrengingamisseri. Erfitt er að segja til um það með vissu en allar vísbendingar um slíkt ber að taka alvarlega.

Nú veit ég ekki hvað Steingrími finnst svona "erfitt" að segja til um, en á móti kemur að þegar rökhugsunin er í ólagi, og pólitíski ásetningurinn svo einlægur, þá er erfitt að skilja margt.

Steingrímur á líka erfitt með að sjá heildarmyndina. Hann skrifar:

Staðreynd mála er hins vegar að öll helstu skatthlutföll á Íslandi, með einni undantekningu þar sem er efra þrep í virðisaukaskatti, eru lægri en í flestum samanburðarlöndum.

Skatthlutföll eru vissulega hærri mjög víða, en hið sama gildir líka um möguleika fólks til að draga frá skattstofni og fá endurgreiðslur í formi ýmissa bóta og niðurgreiðsla. Í Danmörku er til dæmis himinhár skattur á tekjur, en menn geta dregið vaxtagjöld frá skattstofni, og ef menn keyra langt til og frá vinnu þá er hægt að fá skattaafslátt út á það, auk þess sem menn þurfa ekki að greiða ríkinu aukalega fyrir ýmislegt sem hið íslenska ríki rukkar tvisvar fyrir (bæði í formi skatta og gjaldtöku).

Steingrímur tekur viljandi ekki tillit til alls þessa í háfleygum yfirlýsingum sínum og mildi skattpíningar hans.

Steingrímur er vissulega illa jarðtengdur ("Tekjuöflunaraðgerðir sem hluti af ráðstöfunum til að vinna á hallarekstri ríkissjóðs hafa fyllilega skilað tilætluðum árangri ..."), en það er skiljanlegt, því Steingrímur stjórnast af sterkum pólitískum ásetningi um að stækka ríkisvaldið. Rökhugsun kemst því varla að hjá honum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband