Fimmtudagur, 28. júlí 2011
Vinstrimenn og 'hallalaus fjárlög'
Þegar íslenskir vinstrimenn "stefna" að því að reka ríkissjóð án stjórnlausrar skuldsetningar þá meina þeir ekki orð af því sem þeir segja.
Þeir sem muna ekki langt aftur í tímann eða vilja hressa upp á minnið eða hreinlega frumlesa frásagnir um seinustu vinstristjórn Íslendinga hafa úr nægu að moða.
Seinasti vinstri-fjármálaráðherra Íslendinga var "skattmann" Ólafur Ragnar Grímsson. Hann lagði ítrekað fram fjárlagafrumvarp þar sem skattar voru hækkaðir og þjónusta ríkisins skorin niður, um leið og því var lofað að "hallalaus fjárlög" væru á næsta leiti, þó aðeins seinna en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Og hverjum voru skattahækkanirnar að kenna? Jú, fráfarandi ríkisstjórn, auðvitað!
Hljómar kunnuglega, ekki satt?
Sjá til dæmis þessa frétt Morgunblaðsins frá árinu 1988 (viðhengi við þessa færslu). Ég mæli eindregið með því að allir lesi hana. Hún minnir á andrúmsloftið í tíð seinustu ríkisstjórnar, sem minnir svo á andrúmsloftið í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.
- "Ekki mér að kenna!"
- "Við hækkum skatta og skerum niður til að ná fram hallalausum fjárlögum, þó ekki fyrr en seinna!"
- "Ríkisstjórnin er ekki að springa, hún getur bara ekki verið samstíga um nokkur skapaðan hlut!"
- "Ég hlusta ekki á þetta hagfræðiþvaður, aðalmálið er að halda völdum!"
- "Við erum sammála því í ríkisstjórninni að vilja halda Sjálfstæðisflokknum utan við ríkisstjórn. Um annað deilum við."
Þar hafiði það.
Á móti skattahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og einn sjötugur vinnufélagi minn bendir mér reglulega á.
"Við erum föst í 30 ára lúppu"
"skattasrkallið gengur aðeins í eina átt"
"það er ekkert mál að vera duglegur þegar ekkert er að gera".
Óskar Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 08:30
Góð upprifjun hjá þér. Það var auðvita stórhættulegt að hleypa vinstristjórn að í kjölfar bankahrunsins. Það er auðvita að sýna sig best núna.
Sumarliði Einar Daðason, 28.7.2011 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.