Olíudraumurinn fjarlægi

Það vantar ekki áhugann á hugsanlegri olíuvinnslu á hinu íslenska frímerki þess svæðis sem kallast "Drekasvæðið". Íslenska ríkið er með marga menn í vinnu við að laga til hinn íslenska lagaramma og finna leiðir til að skattleggja "hagnað" sem er ekki ennþá til staðar. Og ekki vantar bjartsýnina!

Menn þurfa samt að hafa báðar fætur á jörðinni. Íslenska ríkið getur ekki vænst þess að gera olíuvinnslu á hinu íslenska landgrunni að neinni tekjulind strax. Það er langt í næstu olíuhreinsunarstöð, og það er langt í mannskapinn sem kann að bora eftir og vinna olíu úti á sjó. Á Íslandi er engin aðstaða til staðar. Og síðast en ekki síst: Það er ekkert sem heitir "öruggt" í heimi olíuvinnslu!

Sem áminningu um það síðastnefnda má benda á þessa frétt frá hinu norska landgrunni, þar sem olíuvinnsla hefur verið stunduð í áratugi:

 Drilling on the 31/8-1 exploration well near the Troll field offshore Norway has concluded with a dry hole.

E.O Ruhgras operated the well, 16 kilometres (10 miles) south-west of Troll, targeting an Upper Jurassic Songnefjord formation which was dry, and a secondary target, a Middle to Lower Jurassic group comprising Fensfjord, Krossfjord and Johansen formations, was also dry, said the Norwegian Petroleum Directorate.

Hérna sigla menn með borpall að bletti sem hefur verið segulómaður og rannsakaður í bak og fyrir, á tiltölulega litlu dýpi, og á svæði þar sem olíuvinnsla er í fullum gangi allt í kring. Engu að síður tókst mönnum að giska vitlaust og bora í "þurrt", þ.e. engin olía kom upp við borunina. Og milljónir fuðruðu upp við aðgerðina.

Norðmenn eru að upplifa mikinn og aukinn áhuga á landgrunni sínu eftir að breska ríkisstjórnin hækkaði skatta á olíuvinnslu í sínu landgrunni.

Ef mönnum er alvara með olíuvinnslu á hinu íslenska landgrunni og vilja setja sér það pólitíska markmið að slík vinnsla verði að alvöru þá þarf eftirfarandi að eiga sér stað:

  • Skattar á vinnsluna þurfa að vera mjög lágir miðað við svæði þar sem olíuvinnsla fer fram í dag og öll aðstaða til hennar liggur nær.
  • Skattar á vinnsluna þurfa að vera mjög lágir miðað við svæði þar sem olíuvinnsla fer fram á miklu minna dýpi og við miklu mildari veðurfarsaðstæður (dýpi og vond veður þýða einfaldlega gríðarlega aukinn kostnað við að vinnsluskip og þjónustu við þau).
  • Íslenska ríkið þarf að ábyrgjast mjög mikinn vinnufrið fyrir sjálfu sér, t.d. í skattheimtu og setningu reglugerða, t.d. lofa að hreyfa ekki við skattprósentum í 20 ár.
  • Og síðast en ekki síst: Íslendingar þurfa að sýna mikla þolinmæði. Það er enginn að fara sigla vinnsluskipi norður í sjó og byrja að dæla upp olíu. Tími frá uppgötvun til vinnslu getur verið mjög langur. Tími frá leitarleyfi til fyrstu borunar getur líka verið langur. Olíufélög hafa allan varann á, því olíuleit er mjög dýr, og "þurr" hola er hrein peningasóun.

Í mínum huga er ekkert áþreifanlegt að fara gerast á hinu íslenska Drekasvæði í langan tíma. Menn eiga eftir að kanna svæðið og fyrsta borun mun ekki fara fram fyrr en slík könnun gefur mjög góðar vísbendingar um að það sé eitthvað að hafa. Og jafnvel þá er ekkert öruggt. Og ef olía finnst, þá er heldur ekkert öruggt að neinn nenni að sækja hana, t.d. ef skattar á vinnsluna eru of háir eða rekstrarskilyrði gerð erfið með þungu reglugerðarfargani og eilífri opinberri afskiptasemi.


mbl.is Vilja fund um útboð á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband