Vilja eyða fé skattgreiðenda

Bæjarstjórnin hvetur velferðarráðuneytið og samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands til að bregðast við og hefja nú þegar viðræður við stjórnendur HNLFÍ um gerð nýs þjónustusamnings til lengri tíma

Svona orða stjórnmálamenn hlutina þegar þeir vilja lofa kjósendum sínum öllu fögru (t.d. störfum í aðhlynningu) en hafa ekki hugmynd um það hvernig markaðurinn virkar.

Í stað þess að biðja um vægari skattheimtu á launum og atvinnurekstri er brugðið á það ráð að biðja um aukin framlög úr vösum skattgreiðenda. 

Í stað þess að Pétur geti keypt sér þjónustu eða varning kemur ríkið krumlum sínum í vasa hans og sendir peningana til Hveragerðis svo einhverjir í leit að leirböðum og sundleikfimi þurfi ekki að greiða eins mikið úr sínum vasa. Ríkið tekur svo auðvitað sinn toll í formi virðisaukaskatts og tekjuskatts á öllu sem þarf til að gera leirbaðið að veruleika.

Skattgreiðendur þurfa greinilega að láta margt yfir sig ganga þótt það sé búið að þjarma mjög verulega að þeim nú þegar til að bjarga gjaldþrota fjármálakerfi ríkisvaldsins og skjólstæðinga þess í bönkunum. 


mbl.is Vilja eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Flott færsla eins og oft áður.

Svo verður nú nokkuð spennandi að sjá hvað hann Steingrímur orðheldni ætlar að gera til að stækka í sístækkandi fjárlagagat. Ekki fær hann þær tekjur sem hann gerði ráð fyrir með því að hækka bensínskatta um áramótin svo eitt dæmi sé tekið. Steingrímur og félagar í fjármálaráðuneytinu gerðu, held ég, ráð fyrir 3% söluaukningu á bensíni þetta árið en sennilega er samdrátturinn nær því að vera tveggja stafa tala í prósentum. Ætlar Steingrímur þá að hækka skatta enn meira? Hvað segir AGS honum að gera?

Skattar eru í raun lítið annað en löglegur þjófnaður (þó þeir eigi rétt á sér í mjög takmörkuðu magni) og ekki treysti ég Steingrími til að fara vel með mitt skattfé (kyngreining fjárlaganna er gott dæmi um algera sóun opinbers fjár).

 Þessi sósíalíska hugmyndafræði virkar ekki hvert sem litið en stjórnarliðar virðast neita að horfast í augu við veruleikann. Sorglegt er ekki rétta orðið. Atvinnuleysi eykst og þá virðist athafnaleysi stjórnarinnar aukast enn frekar? Hvernær verður þetta rugl glæpsamlegt?

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Ríkisstjórnin er ekki drifin áfram af gríðarlegri þekkingu á lögmálum hagfræðinnar. Henni er alveg sama um hagfræðina, og efnahagsleg áhrif aðgerða sinna. Ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst það markmið að vefja kæfandi teppi ríkisvaldsins utan um sem flesta afkima samfélagsins og fá þannig völd yfir lífi og dauða fyrirtækja og einstaklinga. 

Það er ekkert nýtt eða fréttnæmt við þetta. Þetta er pólitískur ásetningur ríkisstjórnarinnar og hún hefur ekki reynt að fela hann neitt sérstaklega mikið þótt tungutakið í viðtölum við blaðamenn sé örlítið annað en raunveruleg hugsun bak við hinar ýmsu þumalskrúfur stjórnvalda á frjálsu framtaki. 

Geir Ágústsson, 7.7.2011 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband