Hagtölur segja ekki alla söguna

Verg landsframleiðsla í Danmörku dróst saman um 0,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Hagtölur segja ekki alla söguna, og raunar geta þær sagt rangt frá. "Verg þjóðarframleiðsla", sem oft er stuðst við til að leggja mat á "heilsu" hagkerfis, er til að mynda byggð upp á tölum um "neyslu". Ef neyslan er mikil, þá mælist aukning í vergri þjóðarframleiðslu (hagvöxtur). Ef fólk heldur að sér höndum, sparar og greiðir niður skuldir, þá mælist lækkun í vergri þjóðarframleiðslu (samdráttur).

Ef menn taka stór lán og eyða í flatskjái og nýja bíla, þá kemur það fram sem aukning "þjóðarframleiðslu". En er einhverjum borgið með aukinni skuldsetningu?

Nú þekki ég ekki samsetningu hinnar dönsku þjóðarframleiðslu. Ef ég þekki Danina rétt, þá eru þeir að draga saman neyslu, greiða niður skuldir og spara. Það leggur grunninn að bættri fjárhagslegri heilsu og aukinni fjárfestingu og þar með aukinni neyslu seinna. Sem er jákvætt. "Samdráttur" í Danmörku þarf því ekki endilega að vera neikvæður fyrir Dani. Þvert á móti, hann getur verið nauðsynleg tiltekt á skuldasöfnun og offjárfestingu.

Ég vona að danskir stjórnmálamenn í atkvæðaleit falli ekki fyrir brellum "mainstream" hagfræðinga og hefji skuldasöfnun til að fjármagna neyslu. 


mbl.is Samdráttur í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Geir og takk fyrir margar góðar bloggfærslur þínar

Samdrátturinn í landsframleiðslu Danmerkur (sem alltaf er byggð á magntölum alls staðar og alltaf) stafar, samkvæmt dönsku hagstofunni, af 1) fallandi eftirspurn í einkageiranum, 2) niðurskurði hjá hinu opinbera, 3) fallandi föstum fjárfestingum (vélar og tæki sem slitna er ekki viðhaldið þannig að framleiðsluapparatið og geta þess skreppur saman og getur ekki tekið þátt í næstu uppsveiflu þegar hún kemur). 4) Borpallur sem var áður fluttur inn til landsins og sem vann við landsframleiðsluna var aftur sendur úr landi og framleiðir því ekki neitt fyrir Danmörku lengur og fjárfestingin í honum er ekki lengur í hagkerfinu; henni var "affjárfest". 

Ég hugsa ekki að menn séu að "spara" í Danmörku. Þeir hafa bara minni peninga til að eyða, því þeir fá færri og færri peninga og þá geta fleiri og fleiri ekki greitt af lánum sínum vegna þess að þeir fá færri peninga og bankar vilja ekki lána þeim vegna þess að 70 % af fasteignaeigendum undur fertugu í þessu landi eru orðnir eignalausir vegna þess að fasteignaverð hefur falið svo mikið.

Fjárfestingar í landinu eru ekki nýttar því það er svo mikið atvinnuleysi og svo getur bankakerfið sem er á dúndrandi hausnum ekki gengt hlutverki sínu og lánað peninga til þeirra sem vilja taka lán eða fjárfesta í atvinnu og bæta við landsframleiðsluna.


Góðar kveðjur til þín 

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2011 kl. 18:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Gunnar og takk fyrir innlegg þitt,

Það er vissulega slæmt fyrir hagkerfi að missa verðmætaskapandi tæki úr því, annað hvort vegna slits eða í skuldir. 

Það seinasta sem Danmörku og öðrum skuldsettum og sprungnum bóluhagkerfum vantar er "örvun" á atvinnutækjum og atvinnulausum, nokkuð sem stjórnmálamenn eiga samt erfitt með að skilja og enn erfiðar með að halda sig frá.

Þetta er útskýrt ágætlega hér, þaðan sem eftirfarandi texti er tekinn:

It should be clear that any governmental interference with the depression process can only prolong it, thus making things worse from almost everyone’s point of view. Since the depression process is the recovery process, any halting or slowing down of the process impedes the advent of recovery. The depression readjustments must work themselves out before recovery can be complete. The more these readjustments are delayed, the longer the depression will have to last, and the longer complete recovery is postponed. For example, if the government keeps wage rates up, it brings about permanent unemployment. If it keeps prices up, it brings about unsold surplus. And if it spurs credit expansion again, then new malinvestment and later depressions are spawned.

Danir hafa ekki gleymt því að til að skapa verðmæti þarf að framleiða, og gera það vel. Það selur.

Geir Ágústsson, 31.5.2011 kl. 19:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er zero_sum leikur Geir; því til þess að spara og láta aðra í heiminum um að eyða peningum til að draga sjálfa sig í gang og upp úr forinni er forsenda sem getur aldrei gengið upp. Þetta er módel kínverja Evrópu, Þýskalands, sem er að eyðileggja Evrópu. 

Ég myndi miklu frekar vilja vera þar sem kaplar NKT fara, þ.e.a.s í Brasilíu. Því skattagrunnur (tax base) Danmerkur verður fluttur til Brasilíu, með nýrri verksmiðju Dana þar. Eins og venjulega og eins og segir í fréttinni. Þeir sem heima sitja eftir í Danmörku fá því að gleðja sig með hærri sköttum því skattagrunnurinn minnkar og minnkar af því að hann er fluttur út. Á meðan rotna innviðir danska samfélagsins áfram eins og þeir hafa allar götur síðan 1970.

Viðskiptajöfnuður er jöfnuður = 0

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er örlítil sagnfræði (umfjöllun um "gleymdu kreppuna" í Bandaríkjunum 1920-1922): 

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

http://mises.org/daily/3788

Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að litlum 10 árum síðar hófst önnur kreppa í sama landi sem entist í töluvert lengri tíma, enda voru viðbrögð yfirvalda við henni allt önnur og "nútímalegri".

Eftirfarandi þarf svo alltaf að hafa í huga: "[B]ank credit expansion cannot increase capital investment by one iota. Investment can still come only from savings." (#)

Geir Ágústsson, 1.6.2011 kl. 09:03

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir góðan pistil í Morgunblaðinu í dag, Geir.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2011 kl. 14:33

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

og bendi um leið á 1921 and All That.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2011 kl. 15:02

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað segir Krugman við því að kreppur eftir tilkomu seðlabanka hafi yfirleitt verið lengri og dýpri en kreppur fyrir tilkomu seðlabanka?

Ég skil ekki sumar setningar Krugman, t.d. "[T]he 1920-21 recession was basically an inflation-fighting recession — although the Fed was trying to bring the level of prices, rather than the rate of change, down."

Einnig segir hann að okkar kreppa sé "brought on by private overstretch, not tight money, and in which the zero lower bound is all too binding."

Ég kaupi þetta ekki. Hann minnist heldur ekki einu orði á "næstu" kreppu, þá sem hófst árið 1929 og entist í fleiri, fleiri ár. Er einhver tilviljun að sú kreppa var löng og seðlabankinn mjög virkur, og að sú árin 1920-21 hafi verið stutt og seðlabankinn tiltölulega óvirkur?

Geir Ágústsson, 1.6.2011 kl. 17:35

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég veit þetta ekki allt Geir. Svo klókur er ég nú ekki. 

inflation-fighting recession; vextir voru hækkaðir og peningamagn dregið saman á sama tíma til að koma af stað verðhjöðnun (lækka verð) í stað þess að láta sér nægja að berjast við verðbólgu aðeins og koma henni niður eitthvað verðbólgumarkmið sem þá var ekki til. Þessi vaxtahækkun og verðhrun olli kreppu sem var afleiðing verbólgubaráttu sem skapaðist vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Engin kreppa er eins Geir. En sú kreppa sem við eigum í núna á sér engin fordæmi í mannkynssögunni, og hún getur hæglega orðið að nýrri "great depression" sem yrði jafnvel margfalt verri en sú fyrri (1929-1940). Ágætis lesning hér; America’s misunderstood hero: the federal deficit

Lærdómurinn sem afar okkar og ömmur drógu af stóru kreppunni komst inn í kennslubækur hagfræðinnar í kringum 1950 og sá lærdómur var sannur. Svo gerðist það sem alltaf gerist. Það sem var í ferska minninu fór að fjara út. Ný hagfræði komst inn í kennslubækur hagfræðinnar um og upp úr 1985; en var því miður að hluta til bull og óskhyggja.

Sjálfur náði ég í skottið á hagfræði Keynes því skólinn minn var íhaldssamur. En miklu var þó kýlt inn í mann af "nýju hagfræðinni". Ég hafði sömu skoðun og þú, að ég held, í þó nokkurn tíma en hún breyttist. Ég er ekki "hreintrúaður" lengur og fæst ekki við "isma" lengur. Hvert land, hver kreppa og hver uppsveifla krefst sjálfsæða viðbragða og hugsunar. Þar með gef ég ekki fyrirfram skít í neinar kenningar, þær eru samt flestar bestar á pappírnum. Leyfi mér að benda á aðra ágætis lesningu Geir; 

The Instability of Moderation: 

Intellectual stability => leiðir af sér Political stability => sem leiðir af sér Economic stability => sem leiðir af sér => Financial stability. Bresti fyrsta forsendan þá er hægt að gleyma restinni. "Intellectual stability" finnur maður helst upp til sveita nú um daga. Hjá bændafólki. 

Til þess að fá hagkerfi Bandaríkjanna á rétt spor á ný og til þess að varðveita hinn stóra milliklassa sem er hryggsúla Bandaríkjanna, þurfa raunvextir í Bandaríkjunum að vera mínus 5 prósent í langan tíma. "Jobless recovery" í 10 prósent atvinnuleysi mun eyðileggja heilar kynslóðir og drepa ameríska drauminn. Það væri afar slæmt fyrir heiminn allan. The Fed einn hefur tækin til að komast þarna niður. En það krefst þess að repúblikanir geri þjóðinni smá greiða. Að láta af þráhyggju sinni gangvart Keynes. Þá væru þeir repúblikanir eins og til dæmis ég. 

Ég minni á að Keynes var íhaldsmaður. Ég er íhaldsmaður. 

Bestu kveðjur

PS: ekki er allt sem sýnist.  

Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2011 kl. 21:48

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Keynes ætlar að reynast langlífur þótt um öld af honum hafi skilið eftir sig efnahagslegar brunarústir nánast í öllum löndum heims. En það þýðir bara að mínu "verki" er ekki lokið.

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband