Er vandamálið takmarkað aðgengi?

Seinustu áratugi hafa flest vestræn ríki, með Bandaríkin í broddi fylkingar, reynt að takmarka aðgengi að ýmsum "lyfjum", svo sem hassi, kókaíni og ýmsu "læknadópi". Þessi stefna hefur ekki dregið úr notkun þessara efna og fjölgun "seljenda" og "fíkla" í fangelsum hefur verið gríðarleg. Neytendur eru neyddir út á götu til að kaupa efnin á uppsprengdu verði, og fjármögnun neyslunnar krefst oftar en ekki annarra lögbrota, svo sem innbrota og þjófnaðar, svo ekki sé minnst á vændi.

Er ekki kominn tími til að staldra við og endurskoða þessa nálgun á "hættuleg" efni? 

Hvernig væri að íhuga að stefna í þveröfuga átt, og afnema bann við kaupum og sölu á "vímuefnum"? Gera þau að almennri neysluvöru. Láta sömu lög og reglur gilda um þau og t.d. hóstasaft og andlitskrem? Saga almenns aðgengis að efnum eins og ópíum og heróín er síst þessari stefnu í óhag. 

Svo ekki sé minnst á óréttlætið sem felst í því að stinga fólki í steininn fyrir að stunda frjáls viðskipti með "óæskileg" efni:

A free man must be able to endure it when his fellow men act and live otherwise than he considers proper. He must free himself from the habit, just as soon as something does not please him, of calling for the police. (#)

Hættum að "senda skilaboð" með því að senda fólk í fangelsi. Samfélagið er betur statt þegar fólk tekur þátt í því, hvort sem það er undir áhrifum áfengis eða ekki.


mbl.is Viðbragðshópur gegn lyfjamisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir. Takk fyrir þennan pistil. Nú er komið að því að réttlætið ráði. Fyrrverandi landlæknir, Matthías Halldórsson, varaði við fíkniefnastríði, og afbrotafræðingur líka.

Nú er komið að mannréttindum í þessum lyfja-mafíu-málum, og þó fyrr hefði verið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband