Múgabe-væðing sjávarútvegsins

Við höfum fullvissað [æðstu yfirmenn ríkisins] að það er ekki ætlun ríkisstjórnar okkar, þegar hún verður til, að svipta opinbera starfsmenn lífeyrisréttindum sínum og uppsöfnuðum fríðindum; né heldur viljum við reka neinn úr landi; né ætlum við okkur að ganga gegn stjórnarskránni með afskiptum af eignarétti einstaklinga.

Þessi orð, í lauslegri þýðingu minni, eru að sögn úr fyrstu þingræðu Robert Mugabe, einræðisherra Zimbabwe. Sá maður er sennilega frægastur fyrir það að hafa á 10 árum flutt Zimbabwe úr stöðu eins ríkasta lands Afríku og í eitt það fátækasta. Hvernig fór hann að því? Hann rak menn frá eigum sínum - eigum sem áður framleiddu verðmæti og skiluðu arði. Hvað varð um þær eigur? Þær lentu í greipum stjórnmálamanna sem höfðu sennilega þann "góða" ásetning að "endurúthluta" gæðunum, með þeirri afleiðingu að gæðin urðu að engu.

Tungutak Mugabe er kunnuglegt. Það minnir um margt á tungutak þeirra sem boða ríkisvæðingu sjávarútvegsins á Íslandi.

Heldur einhver að niðurstaðan verði önnur með hinni íslensku "endurúthlutun" en þeirri í Zimbabwe? Sá sem heldur því fram á svo sannarlega mikið verk óunnið í að útskýra muninn, og hvers vegna útgerð á Íslandi eigi ekki sömu örlög í vændum og landbúnaður í Zimbabwe.

Ég býð spenntur eftir þeirri útskýringu.


mbl.is Stærri en norðlenskar útgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband