Össur er oft hissa

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í Silfri Egils í dag, að hann yrði hissa ef í aðildarsamningum við Evrópusambandið kæmu fram mjög sterkar kröfur um að sambandið fái aflaheimildir við Ísland.

Er þetta fréttnæmt? Össur Skarphéðinsson verður oft alveg steinhissa. Hann var hissa þegar hagkerfið sprakk ekki eins og "tifandi tímasprengja" í ríkisstjórnartíð Davíðs Oddssonar. Hann var hissa þegar hagkerfið sprakk í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eftir að lánabólan sem hafði þanist út síðan 2004 kom í bakið á Íslendingum og öllum heiminum haustið 2008. Össur er alveg steinhissa á því að Íslendingar séu ekki ólmir að innlima Ísland í ESB. Össur er alveg hissa á því að hagkerfið sé ennþá á niðurleið eftir 2 ár af stanslausum skattahækkunum og vaxandi viðskiptahindrunum í hagkerfinu. 

Össur er mjög hissa á mjög mörgu. Þess vegna er ekki skrýtið að hann játi það fullum fetum að hann verði hissa ef og þegar Spánverjar, Skotar og Portúgalir banka á dyr við innlimum Íslands í ESB og heimta kvóta á Íslandsmiðum.


mbl.is Á ekki von á kröfum um aflaheimildir við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband