Er endurgreiðslan dregin frá skattinum?

Í skýrslu OECD er rakið hvernig skattar og bætur koma við afkomu fjölskyldna eftir tekjum og aðstæðum.

Skýrsla OECD endurspeglar ekki raunveruleika hins vinnandi manns. Skattkerfið er miklu skilvirkara en endurgreiðslukerfið. Það er alltaf hægt að treysta því að ríkið hirði þá prósentu sem það ætlar sér að hirða, en endurgreiðslan getur breyst frá mánuði til mánuðar. Maður sem ætlar að skipuleggja fjármál sín yfir árið getur fastlega reiknað með því að þurfa borga sinn skatt, en ég tel hann vera ansi hugrakkan ef hann þorir að gera ráð fyrir ákveðinni upphæð í endurgreiðslu frá yfirvöldum (t.d. í formi barnabóta og vaxtabóta).

Skattheimta og endurgreiðsla hefur allt önnur áhrif á launþegann en t.d. lægri skattheimta án endurgreiðslu. Þetta tvennt er ekki hægt að leggja að jöfnu.


mbl.is Segir skattbyrði nálægt meðaltali á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband