Laugardagur, 14. maí 2011
Hvert er vandamálið?
Það að fyrirtæki verði gjaldþrota er ekkert sérstakt efnahagslegt vandamál. Það er auðvitað leiðinlegt og tímafrekt fyrir lánadrottna gjaldþrota fyrirtækis að þurfa sækja fé sitt í þrotabú, sem stendur jafnvel ekki undir skuldbindingum fyrirtækisins. Það er einnig leiðinlegt fyrir fyrrum starfsmenn gjaldþrota fyrirtækja að finna sér nýja vinnu. En stærra er vandamálið ekki. Gjaldþrot eru leið markaðarins til að hreinsa út kæfandi skuldir og koma starfsfólki og verðmætum í nýjar hendur. Gjaldþrota eru holl fyrir hagkerfið, rétt eins og hægðir fyrir mannslíkamann.
Ég skil ekki hlutverk ráðherra í samskiptum fjármálafyrirtækja og skuldsettra fyrirtækja. Er þetta afskiptasemi eða forvitni?
Ég skil ekki efnahagslegt hlutverk "skuldaúrvinnslu fyrirtækja" umfram það sem á sér stað frá degi til dags án þess að komast í fyrirsagnir frétta. Mér sýnist þetta vera eitthvað "úrræði" yfirvalda til að koma í veg fyrir að gjaldþrota fyrirtæki fari á hausinn.
Nú fer þriggja ára afmæli hrunsins á Íslandi að nálgast. Atvinnuleysi er ennþá að aukast. Gjaldþrota fyrirtæki eru ennþá á gjörgæslu bankanna, og ráðherra fylgist með því hvernig gengur að halda í þeim líftórunni.
Þörfin á nýrri ríkisstjórn fer vaxandi. Biðin eftir næstu ríkisstjórn er orðin alltof löng.
Tilboð send fyrir 1. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.