Alls ekki 'sláandi' niðurstöður

Mér þykir það vera "sláandi" að sjá að einhver telji það vera "sláandi" að sjá gríðarlegan vöxt á heimabruggi og smygli eftir miklar hækkanir á opinberum álögum á löglega seldu áfengi.

Þeir sem telja hinn mikla vöxt á heimabruggi og smygli vera "sláandi" ættu e.t.v. að finna sér eitthvað annað að gera en spá í breytta hegðun einstaklinga í kjölfar aukinnar skattheimtufrekju hins opinbera.

Það má ekki gleyma því að aukin opinber álagning hefur ekki bara áhrif á markað áfengis, heldur allt og alla. Eftir því sem skattheimtan er meiri og þyngri, því meira leita frjáls viðskipti út á hinn "svarta" markað. Venjulegt fólk er byrjað að taka að sér venjuleg störf og verkefni gegn greiðslu með reiðufé eða gegn vöruskiptum. Gjaldmiðlinum er erfitt að treysta, og ef menn vilja halda einhverju af honum er vissara að koma honum undan skattheimtunni.

Hinn svarti markaður hélt íbúum Sovétríkjanna á lífi svo áratugum skiptir. Núna er hann farinn að leika svipað hlutverk á Íslandi fyrir sífellt stækkandi hóp Íslendinga. 

Ætli einhverjum í ríkisstjórninni fari ekki bráðum að detta í hug að lesa Hagfræði í hnotskurn (hún er bara 272 bls)?


mbl.is Heimabrugg eykst verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband