Handahófskennd tala

"Verðbólgumælingar" hafa enga raunverulega þýðingu fyrir nokkurn mann. Þær miðast við "vísitölu"manninn sem er ekki til. Sá sem keyrir meira en vísitölumaðurinn upplifir rýrnandi kaupmátt krónunnar mun skýrar en sá sem hjólar lítið og borðar mikið af íslenskum osti, því peningaprentun Bandaríkjamanna hefur mun meiri áhrif á olíuverð en verðlag íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Sá sem kaupir nýtt sjónvarp upplifir rýrnandi kaupmátt krónunnar mun meira en sá sem lætur gamla sjónvarpið duga og kaupir þess í stað íslenska lopapeysu.

En til að bæta gráu ofan á svart, þá er hin gagnslausa "verðbólgu"mæling líka fölsuð. Hún er byggð á því að íslenska ríkið niðurgreiði innflutning með lánsfé. Segjum sem svo að ríkið tæki 1000 milljarða lán og niðurgreiddi allan innlendan fatnað um 50%. Þetta myndi mælast sem stórkostleg "lækkun verðbólgunnar", því búðarferð á innfluttum fatnaði myndi lækka, og það mundi leiða til lækkun "vísitölu neysluverðs".

Íslenska ríkið er ekki að niðurgreiða innfluttan fatnað beint, heldur óbeint með niðurgreiddri krónu. Í skjóli þessarar niðurgreiðslu leyfa ráðherrar, þingmenn og seðlabankaskriffinar sér að tala um "stöðugleika" í hagkerfi og "lækkun verðbólgu". Verði þeim að góðu. 


mbl.is Verðbólgan nú 2,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband