Innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar?

Eins og í fyrri spám er gert ráð fyrir að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar á næstu árum ...

Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti einkaneyslu í krafti minni sparnaðar heimilanna ...

Einnig gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hækkun eignaverðs og lækkun vaxta muni styðja við einkaneysluna.

Allar þrjár tilvitnanir hér að ofan segja eina sögu: Þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er byggð á gallaðri hagfræði sem tengist raunveruleikanum lítið sem ekkert.

"Innlend eftirspurn" (neysla) getur ekki drifið áfram vöxt hagkerfis. Svo einfalt er það. Sparnaður og fjárfesting eru grundvöllur hagvaxtar, sama hvað Excel-skjöl Seðlabanka Íslands segja. 

Þetta er útskýrt víða, en í sérstöku uppáhaldi hjá mér er þessi texti (og raunar öll bókin sem hann er úr), og úr honum er eftirfarandi tilvitnun (feitletrun mín):

A common fallacy, fostered directly by the net-income ap­proach, holds that the important category of expenditures in the production system is consumers’ spending. Many writers have gone so far as to relate business prosperity directly to consumers’ spending, and depressions of business to declines in consumers’ spending. [I]t is clear that there is little or no relationship between prosperity and consumers’ spending; indeed almost the reverse is true. For business prosperity, the important considera­tion is the price spreads between the various stages—i.e., the rate of interest return earned. It is this rate of interest that induces capitalists to save and invest present goods in productive factors. The rate of interest, as we have been demonstrating, is set by the configurations of the time preferences of individuals in the society. It is not the total quantity of money spent on consump­tion that is relevant to capitalists’ returns, but the margins, the spreads, between the product prices and the sum of factor prices at the various stages—spreads which tend to be proportionately equal throughout the economy.

Rétt er að taka fram að hugtakið "rate of interest" í þessum texta kemur handahófskenndu tölunni úr "nefnd" Seðlabanka Íslands ekkert við.

Seðlabanki Íslands spáir rangt og spáir á röngum forsendum. Það er á hreinu.


mbl.is Hagvaxtarhorfur versnuðu til muna á örfáum mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband