Engin hætta, eða hvað?

Þá ætti líka að skýrast í ljósi nýrra upplýsinga frá slitastjórninni með endurheimtuhorfurnar. Þær verði aldrei minni en 90% og mögulega meiri. Endurgreiðslur munu geta hafist síðar á þessu ári.

Hérna er verið að einfalda hlutina töluvert.

"Endurheimtuhorfur" er e.t.v. góðar í dag, en ekkert meira er hægt að segja. Það að eitthvað sé með verðmiða og áætlað söluverð er ekki hið sama og að áætlað eða uppsett verð fáist. Einn jarðskjálfti í Japan olli breytingum á einhverjum hlutum þrotabús Landsbankans. "Horfurnar" eru ekki traustari en það.

Síðan er ekkert víst að neyðarlögin lifi af meðferð dómstóla. Ef þau verða skotin niður þá geta Bretar og Hollendingar ekki vænst þess að fá mikið fyrir sinn snúð úr þrotabúi Landsbankans.

Af þessum ástæðum (óvissan um endurheimtur og framtíð neyðarlaganna) var rosalega mikilvægt að hafna ríkisábyrgð á ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga. Sem betur fer var það gert.

Kröfur Breta og Hollendinga eru því komnar í sæng með "endurheimtuhorfum" Landsbankans og óvissunni um framtíð neyðarlaganna, og allt þetta aðskilið frá tómum veskjum íslenskra skattgreiðenda. Sem betur fer.


mbl.is Leggja ekki stein í götu okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband