Icesave, Ragnar Reykás og Steingrímur J. undir eftirliti

Þeir eru ansi beittir sumir af þessum moggabloggurum í dag.

Axel Jóhann Alexsson: "Ríkisstjórnin hefur öll Reykáseinkennin, enda tala ráðherrar hennar með og á móti hverju máli sem til kasta ríkisstjórnarinnar kemur, annan daginn talar einhver ráðherrann fyrir málinu og næsta dag kemur annar og lýsir algerlega öndverðum skoðunum, enda komast engin bitastæð mál stjórnarinnar af umræðustigi yfir á framkvæmdastig."

Viggó Jörgensson: "Árni Páll má þess vegna ekki fara á barinn á undan Steingrími."

Ríkisstjórnin þurfti ekki að hugsa málið lengi eftir kinnhest þjóðaratkvæðagreiðslunnar til að komast að því að kannski er óheppilegt að tala Ísland endalaust niður til að hræða íslenskan almenning til að kjósa "rétt". Kannski er betra að reyna snúa vörn í sókn og senda einn ráðherra eða tvo til útlanda (loksins) og tala máli Íslands. 

Steingrímur J. fær samt ekki að ferðast einn. Það er búið spil.

Reykás-heilkenni ríkisstjórnarinnar hefur nú farið í marga hringi, og þar af hálfan snúning á minna en tveimur vikum þegar kemur að "áhrifum þess að hafna Icesave". En menn láta það ekki á sig fá. 


mbl.is Engin áhrif á samstarf við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er alveg 100% sammála þér

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband