Sunnudagur, 3. apríl 2011
Bandaríkin að verða gjaldþrota
Fréttir um ástand hagkerfa geta oft verið villandi og stundum jafnvel ósannar. Þetta á t.d. við um 95% allra frétta frá Bandaríkjunum.
Bandaríska alríkið og fjöldi bandarískra ríkja stefna hratt í gjaldþrot. Í Bandaríkjunum prenta menn peninga eins og óðir, "skapa störf" í þjónustu og verslun, eyða gjaldeyri, skuldsetja sig, spara ekkert, framleiða minna og minna og þenja sífellt meiri ríkisrekstur út ofan á sífellt minni verðmætasköpun.
Obama er að kafsigla bandarísku skútunni. George W. Bush er af mörgum talinn vera einn versti forseti Bandaríkjanna. Allt sem hann gerði slæmt er Obama að gera mun verra. Munurinn á þeim tveimur liggur fyrst og fremst í ræðutækni og húðlit. Annað eiga þeir meira og minna sameiginlegt.
Hlutabréfaverð hækkaði vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orðalagið að "skapa störf" finnst mér alltaf jafn kjánalegt þegar verið er að fjalla um aðgerðir stjórnvalda. Halda þau að við séum svona heimsk?
Það eru tveir aðilar sem skapa hvert starf: vinnuveitandi og starfsmaður. Að bíða eftir því að einhverjir aðrir eins og ríkisstjórnin geri það er tilgangslaust.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2011 kl. 14:23
Guðmundur,
Hjartanlega sammála. Peningaprentunin í Bandaríkjunum er fyrst og fremst að leiða til þess að störf í sölu innflutts varnings sleppa við sparnaðarhnífinn þar í landi (og gjaldeyrishöftin eru að hafa sömu áhrif á Íslandi).
Hazlitt er með'etta þegar kemur að "starfasköpun" hins opinbera:
Geir Ágústsson, 3.4.2011 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.