Bandaríkin að verða gjaldþrota

Fréttir um ástand hagkerfa geta oft verið villandi og stundum jafnvel ósannar. Þetta á t.d. við um 95% allra frétta frá Bandaríkjunum.

Bandaríska alríkið og fjöldi bandarískra ríkja stefna hratt í gjaldþrot. Í Bandaríkjunum prenta menn peninga eins og óðir, "skapa störf" í þjónustu og verslun, eyða gjaldeyri, skuldsetja sig, spara ekkert, framleiða minna og minna og þenja sífellt meiri ríkisrekstur út ofan á sífellt minni verðmætasköpun.

Obama er að kafsigla bandarísku skútunni. George W. Bush er af mörgum talinn vera einn versti forseti Bandaríkjanna. Allt sem hann gerði slæmt er Obama að gera mun verra. Munurinn á þeim tveimur liggur fyrst og fremst í ræðutækni og húðlit. Annað eiga þeir meira og minna sameiginlegt. 


mbl.is Hlutabréfaverð hækkaði vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Orðalagið að "skapa störf" finnst mér alltaf jafn kjánalegt þegar verið er að fjalla um aðgerðir stjórnvalda. Halda þau að við séum svona heimsk?

Það eru tveir aðilar sem skapa hvert starf: vinnuveitandi og starfsmaður. Að bíða eftir því að einhverjir aðrir eins og ríkisstjórnin geri það er tilgangslaust.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Hjartanlega sammála. Peningaprentunin í Bandaríkjunum er fyrst og fremst að leiða til þess að störf í sölu innflutts varnings sleppa við sparnaðarhnífinn þar í landi (og gjaldeyrishöftin eru að hafa sömu áhrif á Íslandi). 

Hazlitt er með'etta þegar kemur að "starfasköpun" hins opinbera:

"Everything we get, outside of the free gifts of nature, must in some way be paid for. The world is full of so-called economists who in turn are full of schemes for getting something for nothing. They tell us that the government can spend and spend without taxing at all; that is can continue to pile up debt without ever paying it off because “we owe it to ourselves.” We shall return to such extraordinary doctrines at a later point. Here I am afraid that we shall have to be dogmatic, and point out that such pleasant dreams in the past have always been shattered by national insolvency or a runaway inflation. Here we shall have to say simply that all government expenditures must eventually be paid out of the proceeds of taxation; that inflation itself is merely a form, and a particularly vicious form, of taxation." (#)

Geir Ágústsson, 3.4.2011 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband