'[V]eit varla hvaðan á mig stendur veðrið'

Loksins, loksins! Jóhanna játaði loksins! "[V]eit varla hvaðan á mig stendur veðrið" segir hún. Það var kominn tími til.

Að vísu segir Jóhanna þetta um nýlegan úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Um þá nefnd og þann úrskurð er mér alveg sama. Þessi jafnréttisiðnaður blæs heitu og gagnslausu lofti og kostar skattgreiðendur fúlgur fjár og ber að leggja niður eins og hann leggur sig, helst í gær.

Ummæli Jóhönnu eru hins vegar ágætlega lýsandi fyrir t.d. efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hagkerfið er ennþá að skreppa saman og Jóhanna veit ekkert hvernig á að bregðast við því. Skuldir ríkissjóðs vaxa, atvinnuleysi er mikið, hallarekstur ríkisins mikill þrátt fyrir að heilu afkimar ríkisrekstursins hafi verið lagðir niður, og svona mætti lengi telja. Jóhanna veit varla hvaðan á hana stendur veðrið. Hún bendir bara í átt til Brussel og segir "ESB lagar allt, ESB lagar allt!"

Tími Jóhönnu, til að segja af sér embætti og blása til kosninga, er kominn.


mbl.is Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Flottur pistill. Það versta við þetta allt saman er hve linir mér finnst stjórnarandstæðingar vera.

Vinstri menn sögðu þegar þeir komust til valda rétt eftir hrunið að hrunið væri frjálshyggjunni að kenna. Það er auðvitað fjarstæða (enda ekki mikil frjálhyggja að þenja ríkið út eins og gert var frá 1999-2007). Þeirra lausnir eru greinilega alveg vonlausar enda finnur fólk það nú á eigin skinni. 

Steingrímur heldur að sala á eldsneyti aukist þegar það hækkar verulega, hann heldur að hægt sé að skattleggja sig út úr kreppu og efnhagsstefna Sf er ESB. Ég held að Jóhanna og Sólskinsdrengurinn t.d. ættu að fara til Spánar, Írlands og Grikklands og segja þessum þjóðum hve frábær evran er.

Mér finnst hins vegar merkilegt að Steingrímur skuli ekki minntur reglulega á orð sín frá því í fyrra að hagvöxtur væri nú á Íslandi. Örfáum dögum síðar kom í ljós að samdráttur var ríkjandi. Þá vaknar spurningin hvort Steingrímur hafi logið að þjóðinni eða hvort hann hafi ekki vitað betur? Með svona menn í brúnni fer augljóslega illa og það finnur fólk.  

Helgi (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Ríkisstjórnin er alveg glórulaus þegar kemur að einföldum atriðum í hagfræðinni. Hún þjösnast áfram í nafni einhverra allt annarra hugsjóna en ábyrgri hagstjórn og skilningur á gangverki hagkerfisins er enginn. 

Menn hafa áður reynt að skattleggja sig og eyða út úr kreppu. Það hefur alltaf mistekist. Stundum yljar það í skamman tíma að hella lánsfé á bál hallareksturs, en í lok dagsins er hætt við að mönnum verði mjög kalt. 

Fjölmiðlamenn á Íslandi eru með gullfiskaminni og flestir þeirra eru kjósendur Samfylkingar og Vinstri-grænna. Aðhald þeirra er því lítið. Og það sem verra er, almenningur túlkar aðhaldsleysið oft þannig að það sé ekkert til að rifja upp og veita aðhald. 

Geir Ágústsson, 26.3.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband