Ríkisstjórnin er vandamálið, ekki Icesave

Hópur íslenskra fyrirtækja sem lifðu af hrunið 2008 án nauðasamninga eða annars í þeim dúr hefur sótt sér um 126 milljarða króna til erlendra fjárfesta og fjármálastofnana á síðastliðnum misserum. Um er að ræða fyrirtækin Össur, Marel, Icelandic Group og Landsvirkjun.

Það er rétt að halda svona upplýsingum til haga. Þeir sem fá allar fréttir sínar frá 365 fjölmiðlum og RÚV hafa í fæstum tilvikum heyrt annað en að á Íslandi sé allt í frosti og bíði þess að Icesave-klafinn verði lagður á íslenska skattgreiðendur til að fá einhverja hreyfingu á lánveitingar til íslenskra fyrirtækja.

Nú veit ég að vísu að mbl.is-fréttin sem hér er vísað í segir ekki alla söguna. Lánasamningur við Össur var til að mynda bara gerður við erlend dótturfélög fyrirtækisins, að sögn vegna þess að erlendir fjárfestar treysta ekki Íslandi. En eftir stendur að íslensk fyrirtæki eru að fá lán, og virðast eiga auðveldar með það ef þau geta sannfært lánveitendur um að hvorki Steingrímur J. í fjármálaráðuneytinu né Már í seðlabankanum geti komist með klærnar í peningana. 

Meira að segja ríkisfyrirtækið Landsvirkjun, hvers forstjóri virðist ganga erinda ríkisstjórnarflokkanna í Icesave-málinu, hefur neyðst til að setja pólitíska forgangsröðun ofan í skúffu og einbeita sér að kjarnarekstri sínum: Að reisa og reka orkuver. 

Björn Bjarnason hitti naglann á höfuðið:

Hvað sem líður umræðum um íslenska krónu, aðildarviðræður við ESB eða Icesave-samninga er augljóst að ekkert af því snertir brýnasta úrlausnarefnið vilji menn skapa betri aðstæður fyrir íslenskt atvinnulíf. Leiðin til þess liggur ekki til útlanda. Vandinn er heimagerður. Hann er að finna í stjórnarráðinu og hjá meirihluta þingmanna sem styður ríkisstjórnina á alþingi. Ríkisstjórnin og stjórnarhættir hennar eru sjálf meinsemdin.

Og hananú!


mbl.is Fé fæst til Íslands á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga,

ekki nýjar lántökur!   Frelsi er það sem Íslendinga vantar, Jóhanna var kosin

út á þetta, í 2 ár hefur hún haft þetta tækifæri, en hún er hræddari við

LÍÚ en kjósendur sína.

Aðalsteinn Agnarsson, 18.3.2011 kl. 13:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er sjálfur hræddur við að svipta menn atvinnutækjum til þess eins að færa öðrum þau, en Jóhanna hefur ekki gert margt að gagni í sín 2 ár sem forsætisráðherra.

Geir Ágústsson, 18.3.2011 kl. 14:31

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Geir, frjálsar handfæraveiðar þurfa ekki að svifta menn atvinnutækjum,

í dag eru 40 frystitogarar auðmanna á 12 mílunum og koma ekki með ugga í

land, fátækur almenningur má horfa út á hafið með sultardropa í nefi!

Færeyingar senda sína frystitogara út fyrir 200 mílur, Norðmenn veiða

70% af afla lönduðum á markað, á smábáta sem fara vel með fiskimiðin,

getur þetta verið skýring á því að þorskafli verður 700.000 tonn,

ýsuafli 300.000 tonn, síldarafli 1.000.000 tonn.

Ísland 2011, allir fiskistofnar að gefa þjóðinni lítið brot af eðlilegum afla,

þetta kallar fátækt yfir þjóðina, þorskur 160.000 tonn, ýsa 50.000 tonn,

síld 40.000 tonn.   Fiskimiðin eru nýtt af örfáum, með ofurskipum sem

eyðileggja miðin og lífríkið, og valda þannig þjóðinni stórtjóni!

Fái Íslendingar mannréttindin aftur, að róa til fiskjar á litlum bátum og

mega fénýta aflann, þá er komin næsta stóriðja áður en þú veist af.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.3.2011 kl. 00:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig stendur á því að núverandi kvótaeigendur (og útgerðarfélög þeirra) hafa ekki séð ljósið?

Geir Ágústsson, 19.3.2011 kl. 10:37

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Enginn er eins blindur og sá er ekki vill sjá!

Aðalsteinn Agnarsson, 19.3.2011 kl. 11:04

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Fyrirtækjarekstur sem skilar 10% arðsemi laðar að sér fjárfesta frá fyrirtækjarekstri sem skilar 5% arðsemi. Ef veiðafærategund og -aðferð X er arðbærari en veiðafærategund- og aðferð Y, þá mun það vekja athygli fjárfesta sem þá yfirgefa fyrirtækja sem beita Y og sækja í og styrkja þau sem beita X.

Ef málið er svona borðliggjandi, þá held ég að þolinmæði þín, Aðalsteinn, sé það eina sem þurfi, því með tíð og tíma mun arðbærasta aðferðin (til bæði lengri og skemmri tíma) verða ofan á (að því gefnu að stjórnmálamenn sleppi tökunum á sjávarútveginum).

Geir Ágústsson, 19.3.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband