Hálf kakan étin þótt minnkandi fari

Hið íslenska hagkerfi er að skreppa saman. Það eina sem heldur í því loftinu er lánsfé frá útlöndum og seinustu andadrættir eftirlifandi stöndugra fyrirtækja í einkageiranum. Þetta er slæmt.

Hið íslenska ríki heldur áfram að éta um hálfa "landsframleiðsluna" þótt kakan fari minnkandi. Það sem eftir er fyrir alla hina er því óbreytt hlutfall af minnkandi köku. Þetta er slæmt.

Menn spyrja stundum þá sem gagnrýna kreppumeðöl ríkisstjórnarinnar: Hvað á að gera ef stjórnlaus skuldsetning hins opinbera er ekki málið?

Því svara ég stundum með því að benda á umfjöllun um hina svokölluðu "gleymdu kreppu" í Bandaríkjunum, sem geisaði þar á árunum 1920-1923 í kjölfar bólu í peningamagni sem varð til við fjármögnun Bandaríkjanna á þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Um þessa gleymdu kreppu má lesa hér. Tilvitnun (feitletrun mín):

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

Kreppu eytt á 2-3 árum. Ekki slæmt. 

Tíu árum seinna, í sama landi, með nokkurn veginn sömu einstaklingum, sem réðu yfir nokkurn veginn sömu tækni í nokkurn veginn sama hagkerfi, skall á önnur kreppa (í kjölfar stöðugrar aukningar á peningamagni í umferð, án stríðsástands). Við henni var  brugðist með því að blása í peningaprentbálið og öllum árum róið gegn samdrætti og tiltekt í hagkerfinu. Úr varð "Kreppan mikla" sem entist í næstum því tvo áratugi. 

Lexían, einhver?


mbl.is Útgjöld hins opinbera lækkuðu um 2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband