Sunnudagur, 13. mars 2011
Af hverju að lækka vextina?
Ríki á evrusvæðinu svonefnda neituðu í gærkvöldi að lækka vexti á neyðarlánum, sem Írar fá hjá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Hver bjóst við öðru?
Þegar ríki er komið á hnén og á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er lítið svigrúm til "endur"samninga.
Ef Íslendingar taka á sig Icesave-kröfur Breta og Hollendinga þarf sennilega að fá lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að standa undir afborgunum. Lán slegið til að greiða handrukkaranum, því ekki standa launatekjurnar undir upphæðunum.
Vextir af Icesave-kröfum eru aukaatriði því vextir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verða á endanum ráðandi. Írar "fengu" 5,8% vexti. Íslendingar þurfa að skoða þá vaxtaprósentu vandlega því líklega verður hún svipuð á lánunum sem Íslendingar þurfa að taka til að hella í Icesave-hítina (ef hún fær náð kjósenda á Íslandi).
Neita að lækka vexti Íra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.