Þriðjudagur, 8. mars 2011
Ríkisvald 2011 verði að ríkisvaldi 2005
Landsframleiðsla á árinu 2010 nam 1540 milljörðum króna en það er 44 milljörðum eða 3% hærri fjárhæð en árið áður. Landsframleiðsla á liðnu ári nemur svipaðri fjárhæð að raungildi og landsframleiðsla ársins 2005.
Þetta er umhugsunarvert. Ríkisvaldið árið 2011 er að reyna halda sér á 2008-stærð með því að skattleggja og skuldsetja hagkerfi í 2005-stærð.
Hvers vegna er ekki hægt að rúlla ríkisrekstrinum aftur til ársins 2005 til að byrja með? Setja hnífinn miskunnarlaust á allt sem ríkið hefur á sinni könnu í dag sem það hafði ekki á sinni könnu árið 2005. Burt með tónlistarhúsið í Reykjavík, stjórnlagaþing, allar nefndir og stofnanir sem hafa verið stofnaðar síðan 2005, ESB-umsóknina ofan í skúffu og Icesave-umræðuna á ís.
Ísland var ekki svo galið árið 2005. Hér voru sjúkrahús (meira að segja úti á landi!), lögregla, dómstólar og landhelgisgæsla. Hér mældust kjör barnafólks, ellilífseyrisþega og lágtekjufólks með þeim bestu í heiminum.
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að ríkisvald í umfangi ársins 2005 er alveg nógu gott. Alltof, alltof mikið að mínu mati (lesist: meira en ekkert ríkisvald), en nógu gott fyrir alla nema embættismenn á ríkisspenanum.
Svipuð landsframleiðsla og 2005 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
skuldir voru líka eitthvað minni árið 2005 en þær eru í dag. Annars er þetta þörf áminning hjá þér.
Lúðvík Júlíusson, 8.3.2011 kl. 15:42
Skuldasöfnun ríkisins er að hluta til komin til vegna þess að maður hefur reynt að halda í ríkisstærðina árið 2008 á eftir-hrunskatttekjum.
Ef ríkið er rúllað aftur til 2005 þá ætti skuldsetningin amk ekki að aukast. Með því að rúlla ríkisvaldinu aftur til ársins 2000 (var ekki velferðarkerfi á Íslandi þá líka?) ætti að vera hægt að rúlla aftur öllum skattahækkunum núverandi ríkisstjórnar OG eiga nóg til að reka ríkisvaldið OG til að greiða niður lán.
Geir Ágústsson, 8.3.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.