Laugardagur, 5. mars 2011
Ráđist á einkennin, en ekki sjúkdóminn
Ţađ er mjög í tísku núna ađ tala um ađ bankakerfi vestrćnna banka ţurfi "umbćtur" og "endurskođun". Bent er á ađ bankar borgi starfsmönnum mikla kaupauka ef mikil áhćttusćkni skili sér. Ef áhćttan leiđir hins vegar til taps ţá beri skattgreiđendum ađ hlaupa undir bagga. Ţetta sé ekki sjálfbćrt og leiđi af sér eitt og annađ slćmt.
Hér er samt veriđ ađ ráđast á einkennin en ekki sjúkdóminn. Einkenni sjúklinga eru kannski blóđnasir og ţví ţurfi ađ trođa pappír upp í nefiđ hans til ađ stöđva blćđinguna. Sjúkdómurinn er hins vegar hár blóđţrýstingur svo sjúklingurinn á kannski ađ minnka neyslu harđrar fitu og byrja hreyfa sig.
Vandamál bankakerfisins er ekki kaupaaukagreiđslur til starfsmanna eđa áhersla banka (og annarra fyrirtćkja) á ađ skila hagnađi. Vandamáliđ er ađgengi bankanna ađ peningaprentvélum ríkisins og leyfi ţeirra til ađ gíra upp innistćđur viđskiptavina sinna án ţess ađ óttast lögsóknir vegna peningafölsunar.
Vandamál bankakerfisins eru náin tengsl ríkis og hagkerfis. Ţetta ţurfi ađ ađskilja til ađ ná fram friđsćlli sambúđ. Ađskilnađur ríkis og kirkju leiddi til endaloka trúarlegra átaka. Ađskilnađur ríkis og hagkerfis mun leiđa af sér samskonar friđ.
Ríkisvaldiđ hefur, í huga almennings, allskyns "skyldur", svo sem ađ sjá um löggjafarvald, dómsvald og framfćrslu listamanna sem tekst ekki ađ selja neinum list sína. En ţessar skyldur á ríkisvaldiđ ađ fjármagna međ skattheimtu, ekki peningaprentun. Ríkiđ á ekki ađ ţurfa verja eina tegund fyrirtćkjareksturs (bankastarfssemi) umfram ađra (t.d. sjoppurekstur). Ríkiđ á ađ skilgreina verksviđ sitt, áćtla fjárţörf, skattleggja eins hóflega og unnt er til ađ mćta henni, og láta ţar viđ sitja.
Lausnin á vandrćđum bankakerfisins er ađskilnađur ríkis og hagkerfis. Allt annađ er plástur á blćđandi höfuđkúpubrot.
King: Nauđsynlegt ađ gera umbćtur á bankakerfinu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og 99% ţjóđarinnar ţá ertu á villigötum Geir. Vandamáliđ er ađ bankarnir ERU prentvélar ríkisins. Ţađ ţarf ekki annađ en ađ skođa samsetninguna á heildarfjármagni samfélagsins (M3) til ađ sjá ađ ríkiđ býr bara til 1% af fjármagninu, afgangurinn er "bankapeningur".
Viđ höfum leyft bönkum ađ yfirtaka ţađ vald sem á ađ liggja hjá samfélaginu (fjármagnsframleiđsluna). Fyrir vikiđ er fjármagni, sem nauđsynlegt er ađ spýta inn í hagkerfi svo ţađ stoppi ekki, eingöngu veitt í formi skulda. Ţađ ţýđir ađ samfélagiđ ţarf stöđugt ađ bćta á sig skuldum til ţess ađ hagkerfiđ haldist gangandi.
Á ákveđnum tímapunkti er skuldsetningin orđin of mikil og bankar hćtta ađ lána, og einbeita sér ađ ţví ađ innheimta útistandandi skuldir. Á međan ţađ gengur yfir fer samfélagiđ í gegnum samdrátt eđa kreppu eftir ţví hversu fast og ákveđiđ er skrúfađ fyrir fjármagnsframleiđsluna.
Ég hvet fólk til ađ kynna sér ţetta ţví hér mun ekki ríkja sanngirni og jöfnuđur fyrr en samfélagiđ tekur til sín valdiđ til ađ framleiđa fjármagniđ. Sá sem stjórnar framleiđslu fjármagnsins stjórnar efnahagslífinu og í dag eru ţađ bankarnir sem stjórna öllu, (ef einhver hefur ekki tekiđ eftir ţví síđustu misserin).
Viđ munum ekki komast ađ ţví hversu sannarlega ríkt samfélag viđ erum fyrr en viđ tökum ţetta vald til okkar.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 6.3.2011 kl. 08:38
Egill,
"Vandamáliđ er ađ bankarnir ERU prentvélar ríkisins."
Einmitt. Ţetta fyrirkomulag ţarf ađ afnema. Menn ćttu ađ ímynda sér heim án seđlabanka. Ţađ var fínt fyrirkomulag.
Geir Ágústsson, 6.3.2011 kl. 10:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.