Er ókurteisi að standa fastur á sínu?

Icesave-deilan á Íslandi hefur tekið á sig margar myndir. Eitt af því sem deilt er um er hvort það sé "áhættunnar virði" að standa fast á rétti íslenskra skattgreiðenda, t.d. af lagalegum ástæðum eða af því það er einfaldlega ekki talið rétlátt að almenningur þurfi að blæða fyrir viðskipti einhverra annarra við einhvern banka.

Íslendingar hafa áður staðið í þeim sporum að þurfa vega og meta kosti "áhættunnar" af því að standa fastir á sínu. 

Hér er lítið sögulegt dæmi frá tímum mikillar togstreitu í sögu Íslands. Enn áttu eftir að líða 2 ár þar til niðurstaða kæmist í málið. Spenna var í loftinu. Íslenskur blaðamaður spyr einhvern útlenskan sérfræðinginn hvað viðkomandi finnst að Íslendingar ættu að gera - standa fastir á sínu eða gefa eftir eða eitthvað annað.

Úr fréttinni:

Ég spurði Mckernan hvort hann væri þá þeirrar skoðunar, að Íslendingar ættu að slá af sinni afstöðu með því til dæmis að leyfa þeim þjóðum veiðar innan auðlindalögsögu sinnar, sem teldu sig hafa til þess sögulegan rétt - og jafnvel láta ákvörðunarrétt þar að lútandi í annarra hendur.

Hann svaraði því til, að væntanlega yrði að taka eitthvert tillit til hagsmuna ríkja, sem hefðu stundað veiðar við Ísland um langan aldur, t.d. Breta og Þjóðverja. Hins vegar virtist sér málstaður Íslendinga mjög sterkur og gildar röksemdir fyrir því, að þeir hefðu þessi mál í sínum eigin höndum, það er full yfirráð yfir auðlindasvæðinu. Á ráðstefnunni [Hafréttarráðstefnan í Caracas, 1974] væri greinilega mjög víðtækur skilningur á afstöðu ríkja eins og Íslands, sem væru svo alvarlega háð fiskveiðum, og hann væri þeirrar skoðunar, að þróun málanna á ráðstefnunni benti ótvírætt til þess, að Íslendingar myndu fá þessi mál að fullu í sínar hendur áður en langt um liði.

Eins og sést á spurningu blaðamanns þá voru uppi raddir á þessum tíma sem vildu gefa eftir í nafni málamiðlana og "sögulegs réttar" annarra, þótt réttarstaðan "virtist" mörgum vera mjög sterk Íslands-megin. 

Þá var spurt: Eiga Íslendingar að standa fastir á því að fá yfirráð yfir 200 mílum umhverfis Ísland, þótt það þýði að einhverjum útlendingum finnist að þeir eigi að halda sínu?

Nú er spurt: Eiga skattgreiðendur að hlaupa undir bagga þegar erlend ríki krefja hið íslenska um að setja ólöglega ríkisábyrgð á enn meira en nú þegar hefur verið gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góð samlíking.

Hrannar Baldursson, 4.3.2011 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband