Skoðanakannanir og Icesave

Áhugavert er að bera saman fréttir um "stuðning við Icesave" nú og fyrir um ári síðan þegar Íslendingar voru í sömu sporum (með öllum þeim fyrirvörum sem þarf að gera við slíkan samanburð: Orðalag spurningar, úrtakið í aldri og búsetu, svarhlutfall og annað).

1. mars 2010 sagði vísir.is svona frá:

Nýjasta könnun Gallup varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna þá ætla 74 prósent að fella lögunum en það var RÚV sem greindi frá könnuninni í kvöldfréttum sínum í útvarpinu. (visir.is)

Í gær var skrifað á sama (frétta)vef:

Rétt rúmur helmingur þjóðarinnar myndi kjósa með Icesavelögunum kæmu þau til atkvæðagreiðslu í dag samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd í gær og í dag. MMR kannaði viðhorf Íslendinga til ákvörðunar forseta Íslands um að hafna nýjustu Icesave lögunum samþykkis. (visir.is)

Eins og menn muna þá var Icesave 2010 felldur með 98% greiddra atkvæða (um 60% kosningaþátttaka).

Hvað segir þetta okkur? Mér sýnist lexían vera sú að skoðanakannanir vanmeti stórkostlega andstöðu almennings við Icesave-klafa Breta, Hollendinga og meirihluta Alþingismanna.

Þessi túlkun mín er sennilega lituð af minni eigin afstöðu til Icesave. En þá það. 


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem sönn lýðræðishetja og frá hans bæjardyrum séð hefur málið aldrei snúist um annað en lýðræðisleg princip. Þeir sem ekki skilja það skortir alla menntun, fágun og næmni þá sem þarf til að þekkja þann anda sem hefur stírt Vestrænni menningu frá dögum frönsku byltingarinnar. Þeir eru því sem blindir og heyrnarlausir væru, sem fáfróðir túristar í eigin landi og skilja ekki sinn eigin uppruna. Slíkir menn sjá bara ímyndaðar andstæðar fylkingar, rautt og blátt, já og nei, hægri og vinstri, hvíta og svarta, homma og gagnkynhneigða, kristna og múslima, bullum og ruglum. En það hefur bara ekkert með raunveruleikan og frelsið að gera og er þeirra eigin ímyndun. Lifi sannleikurinn og lifi lýðræðið!

Kjóstu það sem þú í raun og sannleika, innsti inni trúir. Láttu hvorki flokkadrætti, hræðslu né áróður. frá hvorugri hliðinni, hafa áhrif á svona mikilvæga ákvörðun. Hlustaðu á sjálfan þig, þína lægst hvíslandi röddu innst inni í sjálfum þér. Það er ekki eins erfitt og þú heldur. Ef þú finnur hana ekki, ekki kjósa því þá muntu bara kjósa vitleysu.

Ógildar og siðlausar ástæður fyrir að taka afstöðu með eða á móti: flokkadrættir, skoðanir manns á alþingi, skoðanir manns á forsetanum, skoðanir manns á Bjarna Benediktssyni, skoðanir manns á Sigmundi Davíðssyni og svo framvegis...Ekkert svona flokkadráttabull, takk! Hugsaðu sjálfstætt! Þú getur það!

Leti komin út yfir öll mörk velsæmis og orðin að argasta siðleysi. Að ætla að kjósa já afþví maður "nenni þessu ekki". Ekki kjósa já, eða nei, ef þú finnur enga siðferðilega gilda ástæðu. Leti og ómennska er til háborinnar skammar! Ef þú hefur ekkert nema ómennsku ástæður fyrir að kjósa eitthvað, slepptu því þá!

Pabbi sagði þér að kjósa þetta. Kunningjahópurinn sagði þér að kjósa hitt. Vinnuveitandi þinn kýs þetta. Fjölmiðlar sögðu þér að kjósa hitt. Alþingi sagði þér að kjósa þetta. Við höfum ekki pláss fyrir skoðanalausa hálfvita. Taktu þínar eigin ákvarðanir eða slepptu því að kjósa!

Og hvað sem þú gerir í lífinu, í þessum málum eða öðru, aldrei nokkurn tíman láta hræðslu stíra ákvörðunum þínum! Vertu maður en ekki mús!!!

Friður sé með yður og gangi ykkur vel! :)

Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband