Af hverju birtir Morgunblaðið svona lagað?

Ég bara spyr.

Femínistafélag Íslands vill hafa afskipti af líkömum kvenna og stjórna því hvað hver gerir við líkama sinn, annað hvort á eigin vegum eða í samvinnu við aðra. Það er ekkert nýtt. Hér er því engin "frétt" á ferðinni. 


mbl.is Leggst gegn staðgöngumæðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála.

En hvers vegna ætli "Rauðsokkur" hafi breytt nafninu á félagsskap sínum í "Femínista"?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2011 kl. 17:37

2 identicon

Já, alveg rétt.

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

já það er það sem þær eru að gera.  Nei ætli það sé ekki nauðsynlegt að einhversstaðar hljómi rödd skynseminnar. Hefuðru lesið ályktunina, hvernig geturðu verið á móti því sem þar er sagt

Steinunn Friðriksdóttir, 18.2.2011 kl. 19:11

4 Smámynd: Einar Karl

Jamm. Og með sama hætti ætti Mogginn auðvitað ekki að birta einu einustu ályktun Frjálshyggjufélagsins. Þær eru jú býsna fyrirsjáanlegar og engar "fréttir".

Einar Karl, 18.2.2011 kl. 21:24

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Tek undir þetta:

http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/1143842/

Einar,

Kannski af því Morgunblaðið hefur stundum staðið vörð um frelsi einstaklingsins og talið upplagt að fjalla um það og í samhengi sem flestra mála? En kannski hefur það ekki átt við um Morgunblaðið lengi. 

Geir Ágústsson, 18.2.2011 kl. 21:44

6 Smámynd: Geir Ágústsson

...en já það er rétt: Frjálshyggjufélagið er fyrirsjáanlegt í "láttu vera" boðskap sínum, rétt eins og Femínistafélagið í "skiptu þér af öðrum" boðskap sínum. Kannski ekki rétt að gagnrýna Morgunblaðið fyrir að endurprenta fyrirsjáanlegan texta. Miklu frekar fyrir að endurbirta texta með þessum forræðistóni og yfirgangsheimtufrekju.

Geir Ágústsson, 18.2.2011 kl. 21:48

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég er með skrif um fulla staðgöngumæðrun á síðu minni í dag. Ég virði skoðanir þeirra ( feministanna ) en hef aðrar áherslur.

http://gp.blog.is/blog/gp/entry/1143933/

kveðja GP

Guðmundur Pálsson, 19.2.2011 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband