Fimmtudagur, 17. febrúar 2011
Ekki vegna Icesave, heldur þrátt fyrir Icesave
Bandarískir fjárfestar ætla að byggja verksmiðju á Íslandi. Menn hafa reynt að tengja tímasetningu samningsundirritunar við Icesave-álög Alþingis, en ættu að hafa varann á. Þessi verksmiðja rís þrátt fyrir Icesave-álögin, en ekki vegna þeirra.
Samningurinn virðist líka vera góður fyrir hinn erlenda fjárfesti. Úr fréttatilkynningu hans:
We executed a contract for 66 megawatts of competitively priced, fixed cost power for 18 years.
Hérna virðist hinn erlendi fjárfestir hafa tryggt sér raforku á föstu verði til 18 ára. Geri aðrir betur!
Mörg svona verkefni væru komin á fulla ferð (í fjarveru Icesave-álaganna) ef ekki værir fyrir aukið skrifræði og skattalegt óhagræði í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ég er raunar undrandi á því hvernig þetta verkefni "slapp" í gegnum nálarauga umhverfisráðherra. Var hægt að sýna fram á að ekkert þyrfti að virkja til að knýja þessa verksmiðju? Er enginn mosi að fara undir malbik?
Hvað sem því líður þá er þetta gott mál allt saman.
Samningar um kísilverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.