Ekki vegna Icesave, heldur þrátt fyrir Icesave

Bandarískir fjárfestar ætla að byggja verksmiðju á Íslandi. Menn hafa reynt að tengja tímasetningu samningsundirritunar við Icesave-álög Alþingis, en ættu að hafa varann á. Þessi verksmiðja rís þrátt fyrir Icesave-álögin, en ekki vegna þeirra.

Samningurinn virðist líka vera góður fyrir hinn erlenda fjárfesti. Úr fréttatilkynningu hans:

We executed a contract for 66 megawatts of competitively priced, fixed cost power for 18 years. 

Hérna virðist hinn erlendi fjárfestir hafa tryggt sér raforku á föstu verði til 18 ára. Geri aðrir betur!

Mörg svona verkefni væru komin á fulla ferð (í fjarveru Icesave-álaganna) ef ekki værir fyrir aukið skrifræði og skattalegt óhagræði í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ég er raunar undrandi á því hvernig þetta verkefni "slapp" í gegnum nálarauga umhverfisráðherra. Var hægt að sýna fram á að ekkert þyrfti að virkja til að knýja þessa verksmiðju? Er enginn mosi að fara undir malbik? 

Hvað sem því líður þá er þetta gott mál allt saman. 


mbl.is Samningar um kísilverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband