Fimmtudagur, 17. febrúar 2011
Hitamælir í sýrubaði?
Mönnum er alveg óhætt að vantreysta hverju orði sem kemur frá "nútímalegum" seðlabönkum, eins og þeim í Bandaríkjunum. Þar stinga menn hitamæli í sýrubað og komast að því að sýrustigið sé ásættanlegt. Menn "mæla" verðbólgu með því að skoða breytingar á verðlagi, í stað þess að telja fjölda nýprentaðra peninga í seðlaprentunarverksmiðjum ríkisins (sem í dag eru bara tölva og lyklaborð). Verðhækkanir eru afleiðing verðbólgu (e. inflation), en ekki öfugt.
Ég hef sjaldan séð Peter Schiff í jafnmiklum ham og þegar hann ræðir nýjustu frasa-ræðu Obama. Mæli með myndbandabloggi hans og menn gerist áskrifendur að því. Hérna er það nýjasta (þegar þetta er skrifað):
Til að gera langa sögu stutta: Hagkerfi Bandaríkjanna er á hraðri niðurleið og verður að rjúkandi brunarústum ef núverandi hagstjórn þar í landi verður haldið til streitu. Ef þú átt bandaríska dollara, þá skaltu reyna að skipta þeim í eitthvað annað sem fyrst, t.d. í sígarettur eða klósettpappír eða eitthvað sem þú veist að þú getur selt seinna þegar þig vantar kaupgetu.
Búist við meiri hagvexti í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.