Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Tímamót: Ísland lýsir sig gjaldþrota
Þannig fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld árið 2001 en árið eftir varð þarlendur ríkissjóður gjaldþrota. Í dag má áætla að um 22% af heildartekjum ríkissjóðs Íslands fari í vaxtagjöld. (Ólafur Margeirsson, pressan.is)
Einnig:
Ef Icesave er hins vegar samþykkt get ég nánast fullyrt að þá verður ríkissjóður gjaldþrota. Að ríkissjóður ynni sig út úr slíku skuldafeni án endurskipulags á útistandandi skuldbindingum væri einsdæmi í fjármálasögunni. (Ólafur Margeirsson, pressan.is)
Margir hafa hneykslast á því í seinni tíð hvað Íslendingar litu stórt á sig á "útrásar"tímunum. Íslenskir bankamenn töldu sig hafa fundið nýjar leiðir til að hagnast á bankastarfsemi. "Víkingarnir" frá Íslandi voru að sigra heiminn. Menn tóku mikla áhættu og græddu vel, og engin ástæða til að halda að það færi illa (t.d. með þjóðnýtingu á öllum skuldum þeirra).
Núna er sama viðhorf í gangi. Íslendingar þykjast geta greitt yfir 20% af tekjum sínum í vexti. Þá eru allar afborganir eftir. Nú þegar er ríkissjóður Íslands á barmi gjaldþrots, ef marka má sögu annarra hagkerfa. Samt ætla menn að taka meira á sig. "Útrásarvíkingurinn" er hættur að stunda bankaviðskipti og byrjaður að stunda eyðslu á erlendu lánsfé. "Útrásarvíkingurinn" er hættur að gorta sig af því hvað hann er ríkur og hefur það gott, og byrjaður að stæra sig af stærð skuldasúpunnar sem hann syndir í.
Eða eins og einn moggabloggarinn orðar það: "Steingrímur eys fé í gjörspillt fjármálafyrirtæki og lygasöngurinn frá öðrum fjármálastofnunum minnir nú mjög á ,,greiningadeildir" bankanna hér fyrrum."
Bankarnir bíta ekki hendina sem fóðrar þá. Ríkisstjórn sem tekur fé frá almenningi og færir bönkunum getur alltaf reiknað með stuðningi bankanna.
Segir samþykkt Icesave muni marka tímamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.