Valdasjúkur umhverfisráðherra?

Margt bendir til þess að umhverfisráðherra þjáist af valdagræðgi á háu stigi. Svandís Svavarsdóttir reynir, í krafti embættis síns, að setja fótinn fyrir ýmislegt sem er henni ekki að skapi. Að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélags er bara eitt dæmi. Hér er sagt frá öðru dæmi:

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sent bréf til sveitarstjórna Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Vestmannaeyja um að allir möguleikar verði skoðaðir til að hætta eða draga verulega úr sorpbrennslu þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir.

Einn af "möguleikum" umhverfisráðherra er að setja reglugerðir og svipta fyrirtæki aðlögunartíma sem áður var búið að semja um.

Svona valdníðsla líðst eingöngu í samfélagi þar sem búið er að setja réttarvissu ofan í skúffu og leyfa "túlku laga" að byggjast á "tilfinningunni" í samfélagi og öðru eins. 


mbl.is Sömu lög fyrir Flóahrepp og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur nú að vakna sú spurning í kjölfar þess hvernig umhverfisráðherra hefur haldið á máli þessu öllu og að nú hefur hún hlotið dóm fyrir að brjóta lög á sveitarfélagi í landinu hvort ekki eigi að senda það mál til Landsdóms.

Hér er á ferðinni misnoktun ráðherra á valdi sínu, sem eitt af sveitarfélögum landsins hefur þurft að leita alla leiðina til Hæstaréttar með til þess að fá það staðfest að þeir séu að vinna innan laganna, en ráðherra að brjóta á rétti þeirra. Ég tala nú ekki um þegar búið er að breyta lögunum þannig að afdráttarlaust er í dag að sveitarfélagið fór að lögum þannig að það liggur fyrir skýr vilji löggjafans í þessu máli. Þrátt fyrir þennan skýra vilja löggjafans gat ráðherra ekki sætt sig við niðurstöðu héraðsdóms og áfrýjaði málinu, sem var bara til að tefja málið og draga það á langinn. Með því hefur ráðherra viljandi skapað ríkissjóði þ.e. okkur landsmönnum öllum, skaðabótaskyldu gagnvart viðkomandi sveitarfélagi.

Í öllum siðmenntuðum ríkjum myndi sá ráðherra sem þannig hefur hegðað sér vera knúinn til að segja af sér embætti, enda ljóst að hún er alls ekki hæf til að gegna þessu starfi. Ef ekki þá ætti að vísa málinu til Landsdóms til úrskurðar um embættisfærslu hennar í þessu máli.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:04

2 identicon

Já, valdníðsla: Þið eruð aðdrepa okkur með mengun, hættiði!

Tómas (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:06

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég veit ekki til þess að neinn hafi drepist úr mengun vegna sorpbrennslu á Íslandi. Ég er alls ekki að bera í bætifláka fyrir sorpbrennslurnar en eins og bent var á í morgun af Elliða bæjarstjóra í Eyjum er díoxínmengun vegna áramótabrenna helmingur alls díoxíns sem Íslendingar losa.

Hvað haldið þið þá að Evrópuþjóðir losi, þar sem margir hverjir kynda eingöngu með timbri?? Úlfur, úlfur og enn einn úlfurinn.

Ætli Ólína hafi óvart snúið egginni niður þegar hún sló sjálfan sig til riddara...?

Sindri Karl Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband