Egill Helgason í heita sætinu

Egill Helgason, umræðustjóri RÚV, er núna kominn í athyglisverða og snúna stöðu. Allt í einu hefur myndast þrýstingur á hann að svara fyrir val sitt á gestum í annan umræðuþátta sinna.

Í greininni Egill Helgason á Pressan.is (e. Vigni Má Lýðsson) kemur eftirfarandi fram (og hvergi er dregið úr því að um mat höfundar er að ræða):

Þegar þeir sem komið hafa tvisvar eða oftar í þáttinn hans Egils og falla undir flokkinn „álitsgjafar“, þ.e. eru hvorki þingmenn né sveitarstjórnarfulltrúar, og auk þess flokkaðir eftir uppgefnum eða ætluðum stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að vegið hlutfall vinstri manna, þ.e. að teknu tilliti til fjölda heimsókna hvers og eins, er 73%, 25% flokkast til hægrimanna og 2% álitsgjafanna má raunverulega telja hlutlausa að mínu mati.

Egill Helgason, sem lætur yfirleitt alla gagnrýni á sig, bæði réttmæta og óréttmæta, sem vind um eyru þjóta, reynir að svara fyrir sig

Eða hvernig er það – er hægt að segja að Sigrún Davíðsdóttir sé sérstök vinstri kona? Eða Andri Geir Arinbjarnarson? Eða þá Vilhjálmur Bjarnason? Eða Þorvaldur Gylfason? Gunnar Smári Egilsson? Marinó G. Njálsson?  Jón Daníelsson? Jóhannes Björn? Eiríkur Bergmann? Hvar ætli mörkin liggi? Ber fólk einhvers konar stimpil, er einhvers staðar hægt að fletta upp hvernig það er skilgreint – eða er þetta bara gamall og grautfúll dilkadráttur?

Er hægt að segja að Þorvaldur Gylfason sé vinstrimaður? Já Egill Helgason, það er hægt. Er það "grautfúll dilkadráttur"? Hugsanlega. En það er nú bara þannig að sumir eru að berjast fyrir stækkandi ríkisvaldi (sósíalisma) á meðan aðrir berjast fyrir minnkandi ríkisvaldi (frjálshyggju), og menn eins og Þorvaldur Gylfason tilheyra fyrri hópnum. "Dilkadrátturinn" er því staðreynd. 

Ég vona að pressan fari nú vaxandi á Egil Helgason. Í sorapottinum sem athugasemdakerfi blogg-síðu Egils er er vitaskuld allt farið á fullt. Einn vinstrimaðurinn þar hittir naglann á höfuðið: "Það er bara svo erfitt fyrir ákveðna klíku hægri manna að fá ekki að stjórna umræðunni að þeir hamast og hamast á öllum sem hafa ekki sömu heimssýnina og þeir sjálfir ..." eða með öðrum orðum: Vinstrimenn stjórna umræðunni og umræðuþáttum t.d. á RÚV (Silfur Egils, Spegillinn), þrátt fyrir lög RÚV um hlutleysi og yfirlýst hlutleysi helstu álitsgjafa, og það fer í taugarnar á þeim sem eru neyddir til að greiða fyrir áróðurinn en fá ekki að leggja orð í belg.

Vonandi endar pressan á Agli Helgasyni á uppsögn Egils Helgasonar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Geir – og Vignir Már. En Egill þarf ekkert að láta þetta enda á þann hátt sem þú spáir hér í lokin; hann getur bara tekið stakkaskiptum eins og fleiri hafa þurft að gera – og umfram allt látið af sinni ESB-meðvirkni og nánast markvissri útilokun fullveldissinna frá Silfrinu, á sama tíma og Brusselkarlar renna þar inn í löngum bunum og ljúga eins og þeir eru langir til, enda eftir miklu að slægjast: 855 ferkílómetra yfirráðasvæði (landið og efnahagslögsagan). Hann má ekki gerast gleyminn á þá staðreynd, að þetta er ríkisfjölmiðill okkar lýðveldis, ekki einhver talstöð þar sem honum leyfist að vera hlutlaus gagnvart okkar fullveldisrétti, hvað þá að fara út í það sem í reynd er ekkert annað en stöðutaka gegn þeim rétti. Á meðan hann skipast ekki, þarf að halda uppi gagnrýni á háttalag hans, hér og hjá mér og víðar!

Jón Valur Jensson, 9.2.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband