Dugir ekkert minna

Bjarni Benediktsson hefur verið vinsæll (meðal fjölmiðlamanna og ekki-Sjálfstæðismanna) síðan hann tilkynnti alþjóð á fjésbókar-síðu sinni að hann væri genginn Icesave-máli VG og Samfylkingarinnar á hönd.

Bjarni þarf skiljanlega að eyða miklum tíma í að útskýra afstöðu sína, enda er hún óskiljanleg. Í gær var hann í löngu viðtali í Kastljósi, og var boðskapur hann þessi:

  • Kröfur Breta og Hollendinga eru löglausar - þetta var og er afstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins og henni er Bjarni sammála
  • Bretar og Hollendingar vita að lagaleg staða þeirra er veik 
  • Þess vegna voru þeir tilbúnir að bjóða upp á svona "hagstæðan samning"
  • ...sem Íslendingar eiga ekki að reyna vefengja fyrir dómstólum í ljósi veikrar lagalegrar stöðu Breta og Hollendinga, að mati Breta og Hollendinga, heldur samþykkja hann!

Bjarni boðar nú til fundar þar sem hann mun enn á ný reyna að greiða úr þessari garnaflækju sem afstaða hans er. Hann á núna í fullu fangi við að samræma áhuga sinn á Evrópusambands-aðild og formannsstöðu sína í Sjálfstæðisflokknum. Þetta tvennt verður ekki samræmt nema Bjarni boði til landsfundar OG fær landsfund til að samþykkja Icesave-kröfurnar og samrunaferlið við ESB, OG fær endurnýjun á formannssætinu í leiðinni.

Í vinstri-grænum hafa menn núna gefist upp á því að minna formann sinn á samþykktir landsfundar flokks síns. Ég vona að Sjálfstæðismenn sýni aðeins meiri þrautseigju. 


mbl.is Bjarni með fund í Valhöll um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þurfa menn ekki að vera vinstra megin við miðju til að vera svona nasty (beinskeyttir)????

Bjarni reyndi þó.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2011 kl. 17:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Afstaða Bjarna verður ekki skilin. Hún er þvælingur af mörgu ólíku sem verður ekki samræmt. Sem betur fer fyrir Bjarna er ekki mikið í "tísku" að vera sjálfum sér samkvæmur. Kannski kemst hann upp með það en vonandi ekki.

Kv.

Geir

Geir Ágústsson, 4.2.2011 kl. 17:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég verð að játa að ég er alveg sammála.

Hef samt hugsað þetta mikið og gert það upp við mig að láta Bjarna njóta ákveðins vafa, hagsmunamatið er viss rök.

Sem ég er reyndar algjörlega ósammála, en rök engu að síður.

En hann átti að segja hreint út þær forsendur, að hann sættist á lögleysu og kúgun, því það sé það "ódýrasta í stöðunni", að hans mati.

Að tala tungum tveimur, er list sem hann hefur hvorki aldur eða innræti í, enda gat hver sæmilega læs maður lesið vanliðan hans út úr svipnum þegar Helgi gekk á hann.  

Hann vissi að allir vissu að það var ekki heil brú í röksemdarfærslu hans.

Nema undir lokin þegar hann sagðist standa við hagsmunamatið, og sannfæringu sína að hann væri að gera rétt.

Þá fyrst fannst mér hann ná takti.

En hvað um það, hægri menn hafa vaxið mjög síðustu dagana, pistlar Styrmis, Óla Kára og grein Sigríðar Anderssen eru sannfærandi og rökþéttir.

Og leiðari Davíðs var snilld, og ekki í fyrsta skiptið.

Það liggur stundum við að maður skipti um litróf, þegar maður verður vitni að styrk hans, og veit um leið vöntunina vinstra megin við miðju.

En svona er þetta, það verður ekki á allt kostið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2011 kl. 18:02

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Skemmtileg innsláttarvilla hjá þér þarna, "það verður ekki á allt kostið", en núna á að kosta Icesave-kröfur Breta og Hollendinga, svo á þær hefur verið kostið.

Geir Ágústsson, 4.2.2011 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband