Laugardagur, 22. janúar 2011
Hrikalegir talsmenn Íslands
Eru Björk og Jóhanna Sigurðardóttir í keppni um hvor er verri talsmaður Íslands á alþjóðavettvangi?
Nýjasta afreki Jóhönnu er lýst hér:
Ein valdamesta kona heims, Jóhanna Sigurðardóttir, þáði í gær heimboð Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands. Cameron stendur fyrir einhvers konar fundi þjóðarleiðtoga á norðurslóðum og Jóhanna ákvað að mæta til Lundúna. Og ef marka má fréttir þá hefur hún þegar komið mikilvægu máli á framfæri við forsætisráðherra landsins sem setti hryðjuverkalög á Ísland og gerir nú stórfelldar löglausar kröfur á hendur landinu sem það sjálft beitti órétti: Jú herra Cameron, kona yðar eignaðist barn í fyrra. Ef Bretar hefðu hið frábæra fæðingarorlofskerfi og Íslendingar, þá gætuð þér nú verið á leið í frí.
Björk segir nú öllum sem reka hljóðnema framan í hana að íslenska ríkið geti og vilji blæða tugum milljarða af fé skattgreiðenda til að bæta nætursvefn sinn og ótta við vonda Kanadamenn.
Útlendingar hljóta að vera alveg undrandi á hugarfari Íslendinga. Vilja þeir ekki erlenda fjárfestingu? Er þeim illa við að leigja heitavatnsbólur neðanjarðar í skiptum fyrir væna þóknun? Eru skattgreiðendur á Íslandi með botnlausa vasa?
Ólafur Ragnar Grímsson, með öllum sínum kostum og göllum, virðist vera sá eini sem heldur uppi merki Íslendinga erlendis. Það finnst mér vera hættumerki.
![]() |
Vilji til að láta sölu á HS Orku ganga til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ei valdamesta kona heims??...þú veist að við erum smáþjóð sem enginn spáir í??
itg (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 17:54
Kannski er ísköld kaldhæðni á ferðinni. En hún er þjóðarleiðtogi, það er "stétt" ólík öðrum hvað varðar völd og áhrif og annað. En hvort sem það er: Aukaatriði í málinu.
Geir Ágústsson, 22.1.2011 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.