Laugardagur, 22. janúar 2011
Hrikalegir talsmenn Íslands
Eru Björk og Jóhanna Sigurðardóttir í keppni um hvor er verri talsmaður Íslands á alþjóðavettvangi?
Nýjasta afreki Jóhönnu er lýst hér:
Ein valdamesta kona heims, Jóhanna Sigurðardóttir, þáði í gær heimboð Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands. Cameron stendur fyrir einhvers konar fundi þjóðarleiðtoga á norðurslóðum og Jóhanna ákvað að mæta til Lundúna. Og ef marka má fréttir þá hefur hún þegar komið mikilvægu máli á framfæri við forsætisráðherra landsins sem setti hryðjuverkalög á Ísland og gerir nú stórfelldar löglausar kröfur á hendur landinu sem það sjálft beitti órétti: Jú herra Cameron, kona yðar eignaðist barn í fyrra. Ef Bretar hefðu hið frábæra fæðingarorlofskerfi og Íslendingar, þá gætuð þér nú verið á leið í frí.
Björk segir nú öllum sem reka hljóðnema framan í hana að íslenska ríkið geti og vilji blæða tugum milljarða af fé skattgreiðenda til að bæta nætursvefn sinn og ótta við vonda Kanadamenn.
Útlendingar hljóta að vera alveg undrandi á hugarfari Íslendinga. Vilja þeir ekki erlenda fjárfestingu? Er þeim illa við að leigja heitavatnsbólur neðanjarðar í skiptum fyrir væna þóknun? Eru skattgreiðendur á Íslandi með botnlausa vasa?
Ólafur Ragnar Grímsson, með öllum sínum kostum og göllum, virðist vera sá eini sem heldur uppi merki Íslendinga erlendis. Það finnst mér vera hættumerki.
Vilji til að láta sölu á HS Orku ganga til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ei valdamesta kona heims??...þú veist að við erum smáþjóð sem enginn spáir í??
itg (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 17:54
Kannski er ísköld kaldhæðni á ferðinni. En hún er þjóðarleiðtogi, það er "stétt" ólík öðrum hvað varðar völd og áhrif og annað. En hvort sem það er: Aukaatriði í málinu.
Geir Ágústsson, 22.1.2011 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.