Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Hugarfar sóunar
Í Reykjavík hafa menn sýnt það og sannað að þeim er engin alvara með tali um "niðurskurð" og "aðhald í rekstri". Holurnar á borgarsjóði eru margar og af öllum stærðum og gerðum og fé skattgreiðenda lekur úr þeim öllum.
Núna hefur svokallað "Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar" úthlutað einhverjum kjaftaklúbbinum í borginni heilli milljón svo meðlimir kjaftaklúbbsins (en ekki aðrir) geti borðað súpu á kostnað skattgreiðenda. Þessa milljón þarf að fá lánaða því hún er ekki til í borgarsjóði. Þessi milljón ber því vexti sem lenda á skattgreiðendum.
Ég veit að stjórnmálamönnum finnst fátt skemmtilegra að "úthluta" fé skattgreiðenda og gera það með sem flesta fjölmiðlamenn og blaðaljósmyndara í kringum sig. En er ekki nóg komið?
Borgin styrkir súpufundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.