Föstudagur, 7. janúar 2011
Skrifa undir hvað?
Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.
Þetta er mjög óskýr yfirlýsing - of óskýr til að ég geti skrifað undir hana. Ef banki framvísaði jafnóljósum texta og bæði viðskiptavini um að skrifa undir þá yrði hann sennilega dreginn fyrir dómstóla.
Ég get samt leyft mér að giska á hvað er átt við með þessari óskýru yfirlýsingu. Sennilega eru listamennirnir á bak við hana að biðja um 6. grein stjórnarskrá Sovétríkjanna frá 1936 sem segir:
The land, its natural deposits, waters, forests, mills, factories, mines, rail, water and air transport, banks, post, telegraph and telephones, large state-organized agricultural enterprises (state farms, machine and tractor stations and the like) as well as municipal enterprises and the bulk of the dwelling houses in the cities and industrial localities, are state property, that is, belong to the whole people.
Ekki fjarri lagi er það nokkuð? Við vitum hvernig fór fyrir náttúruauðlindum Sovétríkjanna - þessara í "sameign" þjóðarinnar. Þeim var nauðgað.
Hátt í þrjátíu þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.