Sunnudagur, 2. janúar 2011
Landið skuldsett á bólakaf
Ríkisstjórnin ákvað að bregðast við kreppunni með því að taka öll þau lán sem stóðu henni til boða og dæla í allskyns vitleysu. Tónlistarhúsið er ennþá í byggingu, ESB-löggjöf er verið að þýða í stórum stíl, stjórnlagaþing og þjóðfundir af ýmsu tagi sjúga til sín milljónirnar og ráðherrarnir raða vinum sínum í nýjar og gamlar stöður í ráðuneytum sínum.
Hið versta er svo að krónunni er haldið uppi á gjaldeyrisforða, sem tekinn var að láni.
Eðlilega hefur þetta kerfisbundna fikt með hagkerfið áhrif á einstaklingana sem þar hrærast. Almenningur heldur ranglega að kreppan sé að baki og er hættur að greiða niður lán sín en fer þess í stað á neyslufyllerí. Krónurnar rýrna í verði og því vissara að skipta á þeim og einhverju handföstu á meðan gjaldeyrishöftin halda.
Gjaldeyrishöftunum verður ekki létt fyrr en dregur að lokum kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin þorir ekki að losa um þau fyrr, og vinur hennar í stól seðlabankastjóra veit það.
Íslenska hagkerfið er ennþá á niðurleið.
Kortavelta eykst milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.