Vöxtur á skuldum

Hagfræðivölvurnar eru á góðri leið með að sturta seinustu dropum trúverðugleika síns niður í klósettið. Eru þetta sömu völvur og þekktu til viðskiptamódela bankanna og spáðu þeim blússandi gengi um ókomin ár?

Útflutningsgreinarnar eru barðar til hlýðni með gjaldeyrishöftum og hækkandi skattlagningu í stað þess að þeim sé gefið aukið svigrúm til að vaxa og dafna og afla gjaldeyris. 

Ríkissjóður er rekinn á vaxtaberandi skuldsetningu. Þetta mæla hagfræðingar sem "hagvöxt" í formi "neyslu og eyðslu", en slíkur "hagvöxtur" er í besta falli pappírsæfing og í versta falli stórkostlega eyðileggjandi fyrir alla framtíð hins íslenska hagkerfis. Einhvern tímann kemur að skuldadögum. Ríkisstjórnin hefur búið svo um hnútana að þeir falli meira og minna á næstu ríkisstjórn. Það finnst ríkisstjórninni í lagi því hún veit að hún verður ekki endurkjörin eftir ævintýralega illa heppnaða hagstjórn síðan hún tók við.

Botninum er ekki náð í íslensku hagkerfi. Það er nefnilega ennþá verið að grafa holuna.


mbl.is Hagfræðivölvan spáir upprisu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er áhugavert að "allir" þingmenn á Alþingi styðja gjaldeyrishöftin.

56 þingmenn studdu áframhaldandi höft og enginn var á móti.  Þar eru Alþingismenn sammála.  Samkvæmt mínum heimildum.

Þau verða því ekki afnumin með hægri stjórn. 

Þekkir þú einhvern Alþingismann sem vill afnema höftin?  Svo væri áhugavert að sjá hvernig hann greiddi atkvæði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 07:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

"Hægrimenn" á Alþingi eru í besta falli miðjumenn í "raunveruleikanum". Hægri-aðhald innan Sjálfstæðisflokksins hefur legið niðri í mörg ár. Sú var tíð að ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins börðust fyrir "róttækri" hægrimennsku sem smátt og smátt meitlaðist inn í höfuð þingmanna flokksins. Sú var tíð.

Geir Ágústsson, 31.12.2010 kl. 17:29

3 identicon

Geir:  Hérna í Þýskalandi eru ungliðahreyfingarnar alltaf róttækar.  Skiptir ekki máli hverra flokka þær eru.  En mér finnst á Íslandi ungliðahreyfingarnar frekar vera einhvers konar klappstýrufélög. Það er ekkert róttækt sem kemur frá þeim.  Skoða stundum heimasíður þeirra, en því miður.  Maður sofnar við lestur þeirra.

Gleðilegt nýtt ár.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 17:33

4 identicon

Sæll.

Já, Sjálstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur. Hvernig getur nokkur hægri maður stutt inngöngu í miðstýrt apparat eins og ESB sem reynir að hirða frelsi af aðildarlöndum. ESB er búið að vera, það gerist kannski ekki hratt en ESB og Evrópa hafa náð toppinum og nú liggur leiðin bara niður á við.

Stiglitz sagði, þegar hann var hér, að finna þyrfti aðra leið til að mæla hagvöxt og er það án efa rétt hjá honum. Skuldsett neysla gengur ekki upp til lengdar. Eru kanarnir ekki að læra þetta the hard way núna?

Annars langar mig til að biðja þig, og kannski aðra öfluga bloggara sem kannski lesa þetta, að eyða nokkrum færslum við og við á komandi mánuðum í að fara í það af hverju Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hrunflokkur. Ég held að margir veigri sér við að kjósa hann því þeir halda að hrunið sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það er skiljanlegt því vinstri menn hafa haldið þessu lengi fram og því miður ekki verið leiðrétt og rekið ofan í þá. Að sama skapi finnst mér menn leyfa Steingrími of auðveldlega að gleyma því sem hann sagði á síðasta ári: Hann sagði að hér væri hagvöxtur þegar hagkerfið í reynd dróst saman. Laug maðurinn eða vissi hann ekki betur?

Helgi (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 21:01

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þakka innleggið. 

Það hlýtur að vera á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins að útskýra fyrir kjósendum af hverju hann er ekki hrunflokkur. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lært af hruninu frekar en aðrir flokkar. Enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt til að það eigi að leggja niður Seðlabanka Íslands og losa um haftir og valdboð á peningaútgáfu. Enginn flokkur hefur lagt til afnám ríkisábyrgða á skuldbindingum einkafyrirtækja (bankanna). Enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt til að setja bönd á opinbera skuldsetningu, þjóðnýtingu gjaldþrota fyrirtækja og sölu allra ríkisfyrirtækja sem geta tekið lán. 

Sjálfstæðisflokkurinn er þögull sem gröfin um annars ágætar hugmyndir sínar í efnahagsmálum (skárri en allt annað sem aðrir stjórnmálaflokkar bjóða upp á). 

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki vit á að boða og framfylgja eigin stefnu, þá hef ég lítinn áhuga á að verja hann fyrir álitshnekki.

Geir Ágústsson, 1.1.2011 kl. 23:09

6 identicon

Sæll.

Já, það er alveg rétt hjá þér - það er í verkahring þeirra að hreinsa af sér hrunstimpilinn. Ég skil ekki hvers vegna þeir gera það ekki? Eru þeir kannski ekki tilbúnir til að taka við völdum?

Í mínum huga eru Sjallarnir skásti valkosturinn í stöðunni en það sem þú nefnir er alveg hárrétt. Hér vantar almennilegan hægri flokk, Sjallarnir eru bara miðjuflokkur.

Ég nefndi þetta við þig vegna þess að allt er skárra en þessir snillingar sem nú stjórna og mikið tilvinnandi að losna við núverandi meirihluta. Ætli við fengjum ekki betri efnahagsstjórn með því að velja fólk af handahófi úr símaskrá til að stjórna efnahagsmálum?

Annars langar mig að þakka þér fyrir upplýsandi og áhugavert blogg :-)

Helgi (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 11:27

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þakka þér fyrir lesturinn og innlegg þín :-)

Sjallar eru skársti kosturinn já, af mörgum slæmum. Það þarf ansi mikið til að toppa núverandi ríkisstjórn í fullkomnu vanhæfi, getuleysi og dómgreindarskorti.

Geir Ágústsson, 3.1.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband