Sunnudagur, 19. desember 2010
'Öll fita farin' segir hrokafulli lýðskrumarinn
Ein vinsælasta afsökun stjórnmálamanna (og raunar yfirmanna deilda hjá einkafyrirtækjum líka) til að skera ekki niður útgjöld hjá sér er sú að segja að "öll fita" sé nú þegar farin.
Ef einkafyrirtækjum mistekst að aðlaga útgjöld sín að tekjum þá fara þau á hausinn (nema velviljaðir stjórnmálamenn borgi undir þá með fé skattgreiðenda eða nýprentuðum peningum sem rýra kaupmátt allra peninga hjá öllum öðrum).
Ef stjórnmálamönnum mistekst að aðlaga útgjöld að "tekjum" þá gerist nánast undantekningalaust það að skattgreiðendur eru kreistir örlítið meira og örlítið nær því að kreistast til dauða og í net opinberrar framfærslu, "velferðar" og "aðstoðar". Sjálfbjörg skattgreiðenda sendir stjórnmálamönnum það merki að þá má kreista örlítið meira án þess að bugast endanlega undan okinu.
Lýðskrum og hroki finnst í orðum þeirra sem blása á niðurskurðartillögur (hvaðan sem þær koma), en ekki í orðum þeirra sem vilja hlífa skattgreiðendum við enn einni blóðugri og deyfingarlausri opinni skurðaðgerð, þar sem enn eitt mikilvægt líffæri er fjarlægt úr þeim til að brenna á báli opinberar eyðslu.
Hugmyndir Gunnars óraunhæfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Held að þú sér ekki að ná þessu Gunnar vildi skera flatt á alla liði. Þar sem var skorið niður í fyrra líka verulega. Veit að ég fékk bréf um daginn frá Skólastjóra dóttur minnar sem gengur í skóla í Kópavogi. Hann var að fullvissa okkur að þrátt fyrir að skoðað hefði verið að loka skólanum vegna sparnaðar þá hafi því verið hætt við það. Þannig að það er verið að leita allra leiða til að spara í Kópavogi. Á eyjan.is er svona sagt frá þessu:
" Skuldir bæjarins eru miklar og ber fjárhagsáætlunin merki um talsverðan niðurskurð og hagræðingaráform. Stefnt er að því að greiða inn á skuldir bæjarsjóðs um milljarð á ári næstu árin.
Áætlunin var unnin í nánu samráði við nefndir og ráð bæjarins. Við vinnslu hennar var auk þess kallað eftir sjónarmiðum bæjarstarfsmanna og bæjarbúa. Með því er lögð áhersla á að allir Kópavogsbúar geti tekið þátt í stefnumótun bæjarins. Höfuðáhersla var lögð á að verja grunnþjónustuna; leikskólana, skólana og félagsþjónustuna. Minna fé verður veitt til annarra málaflokka og gjaldskrár verða hækkaðar. Verulega er dregið saman í yfirstjórn bæjarins m.a. með skipulagsbreytingum í stjórnsýslu, sameiningu nefnda og fækkun funda"
Síðan vill ég minna menn á það eru 10 af 11 bæjarfulltrúum sem standa að þessari áætlun. Guðríður ræður þessu ekki Það eru t.d. 4 flokkar sem mynda meirihluta og minnihlutinn vinnur þetta með þeim. Og ég veit að það hefur verið unnið í þessu nótt og dag síðustu vikur á mánuði. Kópavogur skuldar milli 40 og 50 milljarða sem þarf að greiða. Gunnar Birgirsson getur vel reynt að kaupa sér álit með sínum tillögum um einhvern flatan niðurskurð eða ýmyndaðar tekjur. En sorry verkin sýna merkin.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2010 kl. 23:41
Ég vinn hjá einkafyrirtæki og eigendur þess gera 20% ávöxtunarkröfu á fé sitt.
Þegar hrunið kom og pantanabókin fór í frost var fyrirtækinu gert að skera niður um 15%, flatt á alla línuna. Sumar deildir skáru niður um 10-15%, og aðrar um 15-20%, en krafan var 15% lækkun á rekstrarkostnaði.
Við því varð vitaskuld að verða.
Svona haga einkafyrirtæki og heimili sér einfaldlega þegar útgjöldin þurfa að lækka til móts við minnkandi tekjur. Þetta á hið opinbera erfitt með að herma eftir, og fer þess í stað þá leið að seilast enn dýpra ofan í tóma vasa fólks sem berst í bökkum nú þegar.
Hugmyndir um frekari niðurskurð og hófsamari álögur á blanka bæjarbúa eiga alltaf að heyrast sem hæst. Það að Gunnar standi einn að tillögum sem minnka þyngsli hins opinbera á mögrum skattgreiðendum er til marks um að það sé eitthvað að hinum bæjarfulltrúunum sem vilja herða enn meira á þumalskrúfu útsvarsgreiðenda.
Geir Ágústsson, 19.12.2010 kl. 23:50
Mínar niðurskurðartillögur fyrir Kópavog (eftir örstutta heimsókn á heimasíðu bæjarins):
osfrv.
Geir Ágústsson, 20.12.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.