Sunnudagur, 19. desember 2010
Aðhald á Alþingi? Loksins!
Guðlaugur Þór Þórðarson verður seint talinn til minna uppáhaldsstjórnmálamanna, en að hann sé að hundelta Jóhönnu Sigurðardóttur og krefja hana um svör við áleitnum spurningum - það kann ég vel að meta!
Síðan þessi ríkisstjórn tók við hefur hún verið nánast aðhaldslaus. Hún hefur fyllt ráðuneytin af pólitískum vildarvinum vinstriflokkanna, stofnað til aragrúa nefnda og fyllt þær af vinum sínum, skipað vini sína í "sérfræðingastöður" á kostnað almennings, og auðvitað keyrt áfram rándýr gæluverkefni eins og ESB-aðild og Tónlistarferlíkið við Reykjavíkurhöfn.
Guðlaugur Þór virðist ætla að hundelta Jóhönnu og krefja hana skýringa á því hvert hún mokar aflafé almennings. Það er frábært framtak sem ég fylgist spenntur með. Vonandi taka aðrir í stjórnarandstöðunni sig til og gera eitthvað svipað. Ríkisstjórn Íslands er sú vanhæfasta sem um getur og á góðri leið með að murka seinasta lífsmarkið úr hagkerfi og almenningi á Íslandi. Það sem henni vantar er pressa svo hún komi sér frá. Því fyrr því betra.
Segir Jóhönnu staðfesta leynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.