Góð gjöf eða skuldafangelsi?

Fjármálaráðherra vill "klára" Icesave-málið. Hann leit ekki á höfnun Icesave-samnings #2 í þjóðaratkvæðagreiðslu sem afgreiðslu málsins. Nei. Hann stakk þeirri atkvæðagreiðslu í skúffuna og lét eins og hún væri ekki til. Hann tók upp þráðinn aftur.

Ríkisstjórnin hefur það pólitíska markmið að beygja sig og bugta fyrir Hollendingum og Bretum því þeir sitja við hinn enda "samningsborðsins" í innlimunarviðræðum Íslands og ESB. Ríkisstjórnin mun því hunsa bæði þjóð og lögfræðinga og keyra á Icesave þar til þjóðin brotnar niður og tekur á sig háar greiðslur sem koma henni ekkert við.

En hver er hvati stjórnarandstöðunnar? Af hverju talar formaður Sjálfstæðisflokksins um "viðsemjendur"? Ef innbrotsþjófur brýst inn á heimili Bjarna, og Bjarni þorir ekki í slag við hann vegna líkamsstyrks og hótunarorða þjófsins, er Bjarni þá kominn í "samningsviðræðu" til að reyna lágmarka eignatjón sitt? 

Íslensk yfirvöld þora ekki að taka slaginn við Breta og Hollendinga. En að Bretar og Hollendingar séu "viðsemjendur" er rangnefni. 


mbl.is Góð gjöf að sameinast um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband