Gefst stjórnarandstaðan upp núna?

Hvað er það versta við hina nýju Icesave-"samninga"?

Of háir vextir? Of stuttur greiðslutími? Of háar kröfur á hinn íslenska ríkissjóð?

Nei, ekkert af þessu.

En er það af því íslenska ríkið "viðurkennir" nú að kröfur Breta og Hollendinga eigi rétt á sér? Nei. Það hafði ríkisstjórnin áður viðurkennt, tvisvar. Hún hefur ekkert lært, hvorki af þjóðaratkvæðagreiðslunni í mars né lagarökum sem hafa komið fram. 

Það versta við hinn þriðja Icesave-"samning" er að núna er raunveruleg hætta á því að andstaðan við þessari geirvörtugælur á Evrópusambandinu sé búin með allt púðrið. Það tók mikið þrek að safna tugum þúsunda undirskrifta á sínum tíma, sem á endanum sannfærðu hverfulan forsetann um að skrifa ekki undir. Stjórnarandstaðan hafði í raun gefist upp áður með því að skila auðu. Þriðja atlaga ríkisstjórnarinnar að íslenskum skattgreiðendum kemur líka á tímum jóla og hátíðarhalda og því hætt við að menn hafi ekki tíma eða þrek til að berjast við hálaunaða embættismenn sem hafa ekkert betra að gera en að hlaupa þegar Jóhanna Sigurðardóttir biður um hlaup.

Tekst Jóhönnu núna að skuldbinda Íslendinga marga áratugi fram í tímann til að mýkja vini sína á skrifstofum Evrópusambandsins? Líklega.


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun: Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”? 

Takið þátt og farið á hlekkinn:

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

 Með kveðju, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 10:10

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Góður pistill.

Steinarr Kr. , 14.12.2010 kl. 18:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hefði frekar vilja hart nei við borgun, sjá það opinberað hversu meingallað innstæðutryggingakerfið er, og horfa svo á fjármálakerfi Evrópu springa í tætlur. Nokkrum dögum síðar hefði okkur ekki stafað nein hætta af viðskiptaþvingunum af hálfu ESB, því þá væri ekki lengur neitt eftir af ESB nema tætlurnar og málið væri dautt og grafið um alla eilífð. Í staðinn eigum við að taka þátt í þöggunarsamsæri um sannleikann á bakvið ránið sem kallað er fjármálakerfi, OG borga reikninginn fyrir yfirhylminguna? Ég held nú aldeilis ekki!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2010 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband