Vígtennur Steingríms á háls skattgreiðenda

Er einhver í vafa um pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar?

Það er ekki það að leysa sem hraðast og skilvirkast úr efnahagsvandræðum Íslendinga. Þá hefði ríkisstjórnin skorið duglega niður í ríkisrekstrinum og reynt að lækka skatta og einfalda skattkerfið.

Pólitísk markmið ríkisstjórnarinnar er ekki að skila af sér svo góðu búi að kjósendur endurnýi fylgi ríkisstjórnarflokkanna í næstu kosningum.

Pólitísk markmið ríkisstjórnarinnar er að þenja ríkisvaldið út í sem flestar áttir, með eftirfarandi aðferðum:

  • Skattleggja sem flest sem mest.
  • Svara þeim sem kvarta undan álagi skattasvipunnar með því að setja þá á bætur úr ríkissjóði.
  • Stækka þannig hóp "þurfalinga" sem seinna meir munu mótmæla niðurskurði á framfærslu til sín af hreinni sjálfsbjargarviðleitni.
  • Taka sér 4ra ára hlé frá ríkisstjórn eftir næstu kosningar (ríkisstjórnin veit að hún fær flengingu þá) og vonast til að næsta ríkisstjórn klúðri tiltektinni eftir sig og ná þá völdum, með nýrri kynslóð vinstrimanna, eftir þarnæstu kosningar.

Þetta dylst vonandi fáum, eða a.m.k. færri og færri.


mbl.is Hugmyndir um að hækka vaxtabætur um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband