Borgarstjórn á flótta undan ábyrgð

Besti flokkurinn lofaði einhverju nýju og fersku. Raunin er sú að hann kom með gamaldags vinstri hagstjórn í farteskinu. Hann hækkar skatta og eykur skuldir og styðst við gamalreynda vinstrimenn til að ná því markmiði.

Dagur B. Eggertsson lofaði fyrir kosningar að hækka skatta og auka skuldir. Hann stendur við það loforð. Að hann tali eins og hann hafi nokkurn tímann hugleitt aðrar leiðir, t.d. lækka útgjöld borgarinnar, er allt að því lygi. 

"Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni ..." sagði Dagur í kosningabaráttunni.

Um vilja vinstrimanna til að skrúfa skatta í botn skal enginn efast. Pólitískur ásetningur er sá að forðast niðurskurð því hann er óvinsæll, og þenja þess í stað frekar út "aðstoð" við þá sem bugast undan skattheimtunni.

Stjórnmálamenn tala gjarnan um að menn eigi að "axla ábyrgð". Stundum nota þeir þann frasa til að ná kjöri. Þegar á hólminn á komið vilja samt fæstir stjórnmálamenn axla ábyrgð. Þeir vilja miklu frekar velta vandanum á undan sér og kenna síðan fráfarandi stjórnvöldum um. Heitir það að axla ábyrgð?


mbl.is Skattheimta sögð auka samdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband