Sunnudagur, 14. nóvember 2010
Allir vilja eyða meira en þeir þéna
Portúgalar vilja eyða meira en þeir þéna. Hið sama má segja um Bandaríkjamenn, Spánverja, Grikki og hina íslensku ríkisstjórn. Þeir sem eru svona hneigðir til skuldsettrar neyslu kenna gjarnan öðrum um vandamál sín. Grikkir kenna ESB um fyrir að vilja ekki veita meira fé úr vösum þýskra sparifjáreigenda í vasa portúgalskra stjórnmálamanna. Verði þeim að góðu.
Menn hafa lengi haft þann draum að geta "prentað sig" til velmegunar - sem sagt prenta peninga í stað þess að framleiða verðmæti. Bandaríkjamenn reyna eins og óðir að prenta sig út úr kreppunni sinni. Íslendingar reyna að skuldsetja sig í jákvæðar hagvaxtartölur. Grikkir betla fé úr sjóðum ESB.
En hvorki peningaprentun né skuldsett neysla geta skapað velmegun. Sparnaður og fjárfestingar eru eina leiðin til að byggja upp verðmætaskapandi hagkerfi. Þetta vita Þjóðverjar og yfirleitt Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu.
Segir Portúgali hugsanlega þurfa að yfirgefa evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mergurinn málsins í hnotskurn. Hreint ekki flókið.
Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 22:08
Nákvæmlega og hjartanlega samála.
Sigurður Haraldsson, 14.11.2010 kl. 23:03
Gott að sjá eitthvað af viti á blogginu!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.11.2010 kl. 23:11
Þetta hefur alltaf legið fyrir.ESB getur ekki bjargað Íslandi,það verðum við sjálf að gera.
Sigurgeir Jónsson, 14.11.2010 kl. 23:29
ísland vissi þetta reyndar lengi vel en svo fór eitthvað úrskeiðis um 2003 og seig svo á ógæfuhliðina jafnt og þétt án þess að nokkur sagði múkk
brjánn (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 23:42
Vandi Portúgals virðist nokkuð annars eðlis en Grikklands og Írlands. Í Portúgal er ekki um að ræða bráðan skuldavanda ríkisins, heldur óeiningu innan ríkisstjórnarinnar um að mæta kröfum Evrópuríkisins. Þessar kröfur varða Maastricht skilyrðin, því að Portúgal er á mörkum þess að vera innan þeirra. Til lengri tíma litið, er Portúgal á sama báti og Grikkland og Írland.
Ástæðan er viðvarandi viðskiptahalli, sem smátt og smátt grefur undan efnahag landsins. Þannig er viðskiptahallinn (ef ég hef reiknað rétt) 8% af VLF, 44% af útflutningstekjum og um 20% af tekjum ríkissjóðs. Hvort Portúgalar skuldsetja sig út úr Evru-landi kemur í ljós, en ekki verður annað séð en Vesturlönd stefni öll að hrikalegum efnahagserfiðleikum.
Ég minni á nýleg orð framkvæmdasstjóra Alþjóðabankans, að taka ætti upp gullfót eða annað álíka peningakerfi. Torgreinda peningastefnan hefur endst í 40 ár og beðið algjört skipbrot. Ef forustumenn á Íslandi notuðu höðuðið til að hugsa, þá tækju þeir hið snarasta upp alvöru peningaútgáfu, sem merkir að gjaldmiðillin væri ávísun á alvöru verðmæti – gefnir væru út alvöru peningar.
http://altice.blogcentral.is/
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.11.2010 kl. 23:44
Það er reyndar ekki rétt að Ísland hafi vitað þetta lengi vel. Þeir hafa aldrei vitað þetta. Gengisfelling, sem dæmi, er að hluta til ekkert annað en peningaprentun.
Nú, en varðandi þessa ,,frétt" þá er fyrirsögnin basically villandi og jafnvel alröng. Réttar væri etv. að segja að portúgalski ráðherrann segði óhugsandi að yfirgefa evruna.
Í samhenginu þá er þetta sagt þannig upphaflega eða sett fram þannig, að slíkt gæti verið hugsanlegar afleiðingar ef Portúgalar taki ekki á sínum málum og þokkaleg samstaða náist þar að lútandi. Og þegar þetta er sagt þá vita allir að um verulega slæman atburð væri að ræða sem mundi valda stórtjóni. þ.e. ef Portúgal gæti ekki verið lengur í evrusvæðinu og haft Evru o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2010 kl. 00:49
Það mundi bara gert vonda stöðu verri fyrir Portúgal að yfirgefa evruna. Enda er það þannig að evran sjálf er stöðug þrátt fyrir vandamál einstakra aðildarríkja hennar. Það er einnig þannig að ef ríki vill yfirgefa evruna, þá þarf viðkomandi ríki að yfirgefa ESB í heild sinni. Í þessu tilfelli þá geta portúgalar ekki valið að hafna evrunni eftir upptöku hennar og verið áfram innan ESB. Þannig virkar þetta einfaldlega ekki.
Ef að Portúgal yfirgefur evruna, þá yfirgefa þeir ESB á sama tíma í samræmi við ákvæði Lisbon sáttmálans. Ég sé einfaldlega sé það ekki gerast, og því verð ég að álíta að þessi maður sé einfaldlega að tala tóma þvælu. Gildir þá einu að þetta sé utanríkisráðherra Portúgals.
Þarna er augljóslega verið að slá einhverja pólitík að auki. Það sést langar leiðir.
Hérna er frétt WSJ um þetta mál.
Jón Frímann Jónsson, 15.11.2010 kl. 01:43
ESB situr uppi með Portúgal ef ESB vill verja "einingu" innan hins sundurleita bandalags.
Portúgalar geta hótað úrsögn en vilja í raun bara bætast á listann yfir móttakendur splunkunýrra "björgunar"evra úr prentvélum ECB.
ESB getur svo þakkað þýskum almenningi fyrir að evran er nokkurn vegin trúverðugur gjaldmiðilll. Þar spara menn og fresta launahækkunum út í hið óendanlega svo ríkisstjórnir annarra landa geti eytt um efni fram. Sá dagur kemur þegar þýskur almenningur segir "við viljum þýska markið aftur".
Geir Ágústsson, 15.11.2010 kl. 08:03
Geir, Það má vel vera að það sé rifist innan ESB. Hinsvegar er það staðreynd að ESB er ekki sundurleitað eins og þú ranglega setur fram hérna.
Evran er annar mest notaði gjaldmiðilinn í heiminum. Þannig að fullyrðingar um annað eru einnig rangar.
Þjóðverjar munu ennfremur ekkert taka aftur upp þýska markið. Þeim dettur það ekki til hugar. Þær þjóðir sem eru í skuldavandræðum þurfa að taka á þeim algerlega óháð því hvort að þær eru með evruna eða ekki.
Allt tal um að evran sé á fallandi fæti er bara tómt bull.
Jón Frímann Jónsson, 15.11.2010 kl. 12:54
Þótt Portúgal hætti í Evrulandi, þá er ekki hundrað í hættunni fyrir Portúgala. Portúgal á sér nær hundrað sínum lengri efnahagssögu utan Evrulands, en innan. Hins vegar myndi útgangan flýta fyrir falli hugmyndarinnar um friðsamlega myndun Þriðja ríkisins. Auk Portúgals, Grikklands og Írlands, eru Spánn og Ítalía í bráðri hættu vegna ríkisskulda.
Þjóðverjar kvarta vegna skuldasöfnunar annara, en þeir glotta í laumi. Áætlun þeirra er að yfirtaka alla atvinnustarfsemi í Evrópu og endurvekja Heilaga rómverska ríkið (Heiliges Römisches Reich) sem entist lengi (962-1806). Mun Þjóðverjum takast ætlunarverk sitt, með friðsamlegum hætti ?
Fyrir okkur Íslendinga væri mjög jákvætt ef Portúgal hyrfi úr Evrulandi. Allir myndu þá átta sig á að stöðugleika er ekki að leita í skjóli Þriðja ríkisins. Við höfum sjálf miklu betri aðferð, sem er fólgin í útgáfu »alvöru penings« og upptöku peningastefnu í anda Austurríska skólans í hagfræði.
Þrátt fyrir að Evran er annar mest notaði gjaldmiðill heimsins, þá kemur hún langt á eftir Dollarnum. Hlutfallið USD/EUR í varasjóðum landa er um það bil 62%/27%. Stærð þessara gjaldmiðla hindrar ekki stórar sveiflur á milli þeirra. Þess vegna legg ég til, að nýr Íslendskur gjaldmiðill verði bundin USD/EUR til helminga (50%+50%). Þannig fæst fullkominn stöðugleiki þótt USD/EUR sveiflist innbyrðis.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2010 kl. 13:53
Jón,
"Tómt bull"? Stór orð með litla innistæðu.
Það að þú segir að evran sé ekki á fallandi fæti þýðir ekki að hún sé ekki á fallandi fæti. Til dæmis þarf sífellt fleiri evrur til að kaupa únsu af gulli = fallandi kaupmáttar hverrar evru.
Hagsmunir yfirskuldsettra ríkja evru-svæðisins og hagsmunir ríkja sem þurfa að greiða reikninginn fara illa saman.
Germany and France are examining ways of creating a "two-tier" euro system to separate stronger northern European countries from weaker southern states.
Ég nefndi ekki einu orði eitt né neitt um útbreiðslu evru sem gjaldmiðils. En það að gjaldmiðill sé í mikilli notkun þýði ekki að seðlaprentun gjaldmiðils sé áhrifalaus. Fjarri því.
Geir Ágústsson, 15.11.2010 kl. 14:02
Upptaka Evru var að miklu leyti eða öllu pólitísk ákvörðun. Hana munu stjórnmálamenn verja af hörku.
Sameining Þýskalands var pólitísk ákvörðun. Hagfræðingar voru á móti henni.
Ég hef ekki orðið var við neina umræðu í Þýskalandi um að skipta evrusvæðinu. Auðvitað eru málin oft rædd, en þá í sama "anda" eins og að Vestfirðir verði sjálfstæð Þjóð vegna fiskimiðanna.
Harkan í Þjóðverjum er til komin vegna þess að þeir eru búnir að vera of mjúkir síðustu árin. Þeir voru oft búnir að benda á vitleysuna í Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi. Það þekki ég vel. En þessi lönd vildu bara alls ekki hlusta.
En þessi harka merkir ekki sundrungu eða ósamstöðu aðeins að nú þurfa ríkin að taka sig á og greiða eigin reikninga.
Enda löngu kominn tími til.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 14:54
Geir, línuritið sem þú vísar á er hreint ótrúlegt.
The Ultimate Rejection Of The Euro !
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2010 kl. 23:26
Geir: Er ekki gull að hækka í verði í öllum gjaldmiðlum?
Eða eru til undantekningar? Er ekki gullverð reiknað í dollurum, venjulega?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:39
Stefán,
Sennilega er það að hækka í velflestum gjaldmiðlum, þá sérstaklega þeim sem er verið að prenta af miklum móð þessi misserin.
Meira að segja forstjóri Alþjóðabankans er farinn að tala um minnkandi traust á seðlabankapappírnum og nauðsyn þess að endurskoða sögulega vel heppnað peningafyrirkomulag (gullfót). Er þá mikið sagt?
En það er ekki verið að prenta alla gjaldmiðla af jafnmiklum móð. Í sumum löndum hafa seðlabankar hækkað vexti til að einmitt verja kaupmátt gjaldmiðla sinna. Nú er svo komið að kanadíski dollarinn er sterkari gjaldmiðill en sá bandaríski. Ástralski dollarinn og svissneski frankinn eru í heimsmethæðum gagnvart dollar. Heimurinn er að sigla í tvær áttir hvað þetta varðar,
... segir Peter Schiff, maðurinn sem spáði fyrir hruninu á réttum forsendum, og ég trúi umfram marga þegar kemur að spádómum fram í tímann.
Geir Ágústsson, 16.11.2010 kl. 08:12
Gullverð er að staðaldri reiknað í dollurum.
Gullverð er að hækka ekki vegna þess að kaupmáttur er að minnka í löndunum, heldur vegna þess að framboð eftir gulli hefur aukist mikið.
Fjárfestar eru að leyta að öruggri höfn í efnahagslægðinni.
Þar af leiðandi eru menn tilbúnir að kaupa gull á hærra verði.
Gullverð hefur ekkert lengur með gengi gjaldmiðla að gera og því er erfitt að bera þetta saman.
Ef það væri gullfótur, þá hefðu allir gjaldmiðlar þeim tengdur hækkað alveg gífurlega í verði síðustu misserí því gullverð er ekki konstant.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 08:51
Stefán,
Þú getur verið nokkuð viss um það að hækkandi gullverð ("hard money") sé vísbending um rýrnandi kaupmátt pappírspeninganna ("fiat money"). Eftirspurn eftir gulli er að aukast einfaldlega vegna þess að þannig reyna menn að verja kaupmátt innistæða sinna.
"In 1900 one ounce of gold would buy you a very nice men's suit in London. Gold was about 20 dollars an ounce then. Today you can buy a very nice men's suit in London for one ounce of gold. I bet you know how much gold is per ounce today."
http://goldprice.org/gold-news/2008/01/why-gold.html
Það er margt fleira að hækka í verði (mældu í dollurum) en bara gull. Til dæmis sykur og baðmull. Aukin eftirspurn eða rýrnandi kaupmáttur dollar?Geir Ágústsson, 16.11.2010 kl. 09:08
Það er rétt að gull er að hækka eins og sykur, kopar og annað.
Það er að hluta til vegna rýrnandi kaupmáttur gjaldmiðla, en að stórum hluta vegna annara ástæðna.
Gull er ekki "hard money" í dag. Í dag er gull non-perishable goods eins og kopar og silfur o.þ.h.
Enda sérðu það að sveiflur í "perishable goods" sveiflast miklu meira og hækka miklu meira sbr. koparverð en lækkun kaupmáttar eða gjalmiðils ríkja.
Eða myndir þú segja að álnaverð hefði eitthvað í dag að gera með íslensku krónuna eða fiskur? Verð á fiski breytist einnig eftir "eftirspurn" og "framboði" erlendis en ekki aðeins vegna kaupmáttarbreytinga innlendra aðila eða þá vegna innlendri eftirspurn eða framboði.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 09:28
Kallaðu gull hvað sem þú vilt. En þú getur verið nokkuð viss um að þú getir hvar sem er í heiminum keypt hvað sem þú vilt ef þú ert með "peninga" í formi gullmola og jafnvel silfurs. Gríðarlegt magn þarf af kopar miðað við gull/silfur til að kaupa eitthvað, svo ekki sé talað um olíutunnur og baðmull, en sennilega kemstu ansi langt með þann varning, ansi víða.
En sem "median of exchange", þá getur þú verið nokkuð viss um að komast nokkuð langt með góðmálmana í vasanum. Hvað þú vilt kalla þá er þitt mál, en ég kalla það peninga sem virkar sem milliliður í viðskiptum á milli ólíkra tegunda varnings og þjónustu.
Þegar menn vilja flýja með verðmæti sín í eitthvað sem er ekki hægt að fjöldaframleiða frá þeim, þá hefur mannkynið frá örófi alda valið sér góðmálmana, en stundum hestaskeifur, hvaltennur, vaðmál og rollur, allt eftir aðstæðum.
Geir Ágústsson, 16.11.2010 kl. 09:37
Geir, Þú þarft fleiri dollara til þess að kaupa únsu af gulli. Þannig að þessi rök þín halda alls ekki við nánari skoðun. Dollarinn hefur reyndar veikst meira en evran, það talar samt enginn um að dollarinn sé að hætta eða hverfa af sjónarsviðinu, og þó eru mörg ríki Bandaríkjanna mjög skuldsett. Þetta sama gildir um evruna að mestu leiti.
Hugmyndinni um "tvöfalda" evru hefur verið hafnað, enda mundi slíkt vinna gegn þeim tilgangi sem er lagður til með evrunni. Enda er ESB með sameiginlegan markað og slíkt krefst sameiginlegs gjaldmiðils svo að allir kostir sameiginlegs markaðar komi fram innan ESB.
Gull er góðamálmur og ekki sá verðmætasti sem til er. Hægt er að kynna sér það hérna.
Hinsvegar er augljóst að hvorki evran eða ESB eru að fara neitt. Gildir þá einu hvað andstæðingar ESB á Íslandi og erlendis halda fram í þeim efnum.
Jón Frímann Jónsson, 16.11.2010 kl. 19:55
Jón,
Það er ótal margt sem þú misskilur mjög illa, svo illa að það krefst nokkura orða til að útskýra.
Fjölgun dollara til að kaupa únsu af gulli er til marks um rýrnandi kaupmátt hvers dollar. Þetta er sama lögmál framboðs og eftirspurnar og gildir t.d. um banana: Ef bananamagn í umferð eykst mikið, þá lækkar hver banani í verði.
Rýrnun dollarans er til marks um aukna framleiðslu á honum. Slíkt veit ekki á gott fyrir dollarann.
Og jú, fleiri og fleiri eru byrjaðir að lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu dollarans. Hann er í stórkostlegri fjöldaframleiðslu þessi misserin og á endanum gefast viðskiptaríki Bandaríkjanna upp á honum.
Þegar seðlabanki Zimbabwe er farinn að hrósa Vesturlöndum fyrir peningastefnu sína, þá er voðinn vís!Það að ríkari meðlimir ESB séu að ræða af fullri alvöru hvernig má kljúfa sökkvandi evruríki frá þeim hraustari lifir góðu lífi. Það að ESB-kommissar "hafni" slíkum hugmyndum þýðir ekki að þær hverfi. Efnahagsvandamál sunnar í ESB eru stór, alvarleg og enn ekki öll kurl komin til grafar, t.d. hvað varðar stöðu Ítalíu, Spánar og Portúgal. Ef ECB þarf að prenta ennþá meira til að dæla í götótt hagkerfin sunnar ESB þá er evrunni stefnt í voða.
Gull hefur ekki verið notaður sem peningar seinustu 5000 ár af því hann er "sá verðmætasti", heldur af því hann er erfitt að framleiða (dýrt að vinna úr jörðu), auðþekkjanlegur, endist vel t.d. gagnvart sliti, hægt að deila í smáar einingar án þess að rýra hann (ólíkt t.d. demöntum) og auðvelt að móta, t.d. í myntir. Af þessum ástæðum hefur fólk, í fjarveru opinberrar afskiptasemi af peningamálum, valið sér gull, og einnig silfur af sömu ástæðum, sem "millilið í viðskiptum".
Geir Ágústsson, 16.11.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.