Föstudagur, 12. nóvember 2010
Blygðunarlaus hræsni Barack Obama
Það er leit að stjórnmálamanni sem er meiri hræsnari en Barack Obama. Hann lýgur án þess að hika. Hann hikar ekki við að skamma aðra fyrir að gera það sama og hann sjálfur. Hann varpar ábyrgð á eigin mistökum hiklaust yfir á aðra.
Obama segir "you are all" þegar hann talar við hvíta. Hann segir "yo'll" þegar hann talar við svarta. Með öðrum orðum: Hann segir það sem hann þarf að segja til að fá sínu framgengt, og heldur síðan sínu striki í hverju það nú var sem hann skammaði aðra fyrir að gera.
Eitt besta dæmið um hræsni Obama er sennilega stefna stjórnar hans í peningamálum. Núna ætlar seðlabankastjóri Obama að prenta 600 milljarða Bandaríkjadollara sem hluta af öðrum örvunarpakkanum þar í landi. Obama kinkar sennilega kolli þegar leiðtogar G20 samþykkja að forðast að grafa undan gengi gjaldmiðla sinna, en þegar heim er komið mun Obama ræsa peningaprentvélarnar og þynna út gjaldmiðil Bandaríkjanna eins og enginn sé morgundagurinn.
Obama verður minnst sem forsetans sem tók við hagkerfi í molum, prentaði peninga eins og óður í þeirri von um að hagvaxtar-tölfræðin gallaða færi í plústölu, þandi út bólu, sprengdi hana og skildi hagkerfið eftir í enn verra ástandi fyrir næsta forseta.
Leiðtogar G20 ræða gjaldeyrismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er fyndið hvað rasismi, andstyggilegt fyrirbæri, er notað í dag til skoðanakúgunnar svipað og ásakanir um kommúnisma á McCarthy tímanum, ef menn dirfast að ásaka stórfyrirtæki, en þetta er stórhættuleg meinloka.
Bandaríkjamenn sem dirfast að gagnrýna Obama eru iðulega stimplaðir "rasistar" af óðum múgnum. Eina fólkið sem ég þekki sem þorði að gagnrýna Obama eftir kosningar, voru allt svartir menn.
Þessi maður er ekki Messías. Hann er heldur ekki betri út af litarhætti sínum. Ekki frekar en ef hann væri ljóshærður og bláeygur. Og á ekkert "special treatment" eða aðdáun skilið út á útlit sitt fremur en staðalímynd SS mannsins.
Svo er annað, að anti-rasismi, er yfirleitt bara falið form af rasisma. Ég þekki engar blandaðar fjölskyldur sem ekki henda góðlátlegt grín að uppruna hvers annars, og stundum á ó-pólítískt korrekt hátt. Ég þekki heldur engan öfga pólítískt korrekt mann, sem á í raun og sanni vini , alvöru vini, af öðrum litarhætti.
Ég hef aftur á móti um æfina kynnst fjöldanum öllum af skápa-rasistum sem virtust mjög svo öfga-pólítískt korrekt við fyrstu viðkynni og gefa sig út fyrir að vera slíkir. Í dag hringja viðvörunarbjöllur hjá mér þegar ég hitti slíkt fólk. Og enn frekar ef það er eitthvað að skipta sér af stjórnmálum.
Obama dýrkunin er bara eitt enn formið af rasisma.
Draumur Martin Luther King er jafn langt frá því að hafa ræst í dag og í gær.
Karl I (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:44
Karl,
Ekki hef ég neitt um húðlit Obama að segja. Orðin sem vella upp úr manninum eru blygðunarlaus hræsni, sama hvernig Obama er á litinn.
Hann er sósíalisti en menn reyna að afneita því eins og þeir geta. Hann er harður stuðningsmaður "warfare-welfare" ríkistvíeykisins í ríkisútþenslumálum.
Hann mun skilna eftir sig sviðnari jörð en hann tók við. Svona eins og Jóhanna Sigurðardóttir.
Geir Ágústsson, 16.11.2010 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.