Happadráttur fyrir ríkisstjórnina (óverðskuldaður)

Stækkunaráform álversins í Straumsvík eru mikill en óverðskuldaður happadráttur fyrir ríkisstjórnina.

Ríkisstjórnin hefði aldrei hleypt þessu verkefni í gegn ef enn ætti eftir að framleiða skýrslur í nafni "umhverfismats". Sem betur fer var það löngu búið.

Ríkisstjórnin hefði aldrei hleypt þessu verkefni í gegn ef álverið í Straumsvík hefði þurft meira land en það hefur nú þegar. Hafnfirðingar hefðu einnig reynt að hindra landfræðilega aukningu álversins.

Ríkisstjórnin hefur ekki tekið vel í erlendar fjárfestingar hingað til, en það má sennilega teljast skömminni skárra að hafa Samfylkingarmann í iðnaðarráðuneytinu en eitt stykki vinstri-grænan.

Stækkun og endurbygging álversins í Straumsvík er óverðskuldaður happdrættisvinningur ríkisstjórnar sem gerir allt sem hún getur til að sigla þjóðarskútunni í strand. 


mbl.is Fjárfesta fyrir 86 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála hverju orði

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 15:03

2 identicon

Þið er naumast hvað þið geir og gunnar eruð bitrar pillur. En skiljanlegt svosem, það er ekki þægilegt fyrir smásálir þegar trúarkreddusteinbörn í maga á borð við "RÍKISSTJÓRNIN DREPUR ALLAR FRAMKVÆMDIR!!!11" bresta.

Viðundur (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Ástæðan fyrir að þessi framkvæmd náðist í gegn er hversu mikil leynd hvíldi yfir henni hvorki Samfylkingin í Hafnarfirði né ríkisstjórnin trúðu á að hún næði í gegn annar hefði þessi framkvæmd að öllum líkindum verið stöðvuð.

Rauða Ljónið, 13.10.2010 kl. 15:34

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Viðundur,

Þú ert væntanlega hlaðinn dæmum um hvernig ríkisstjórnin er beinlínis að aðstoða við eða ekki-hindra framkvæmdir og uppbyggingu í landinu. Láttu vaða!

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 15:51

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Svandís gat bara ekki komið þessu í umhverfismat eða eitthvað annað til að drepa þetta niður.  Það voru mistök sem velferðarstjórnin mun ekki láta gerast aftur.

Steinarr Kr. , 14.10.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband