Föstudagur, 17. september 2010
Tillaga: Taka þátt í starfi stjórnmálaflokka
Femínistar tala nú margir hverjir um kvennaframboð. Femínistum finnst ganga of hægt í jafnréttis"baráttunni". Gott og vel. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða (eða heldur einhver að femínistar segi einn daginn, "jæja okkar starfi er lokið, förum nú að finna okkur önnur áhugamál sem koma okkur á ríkisspenann"?)
Eitt af því sem femínistar kvarta gjarnan yfir er hlutfall kvenna á Alþingi, í ríkisstjórn og hinum og þessum nefndum. En er "kynjahlutfallið" þar konum eitthvað "óhagstæðara" en t.d. á opnum málfundum stjórnmálaflokkanna eða hlutfalli kvenna sem sækist í starf stjórnmálaflokkanna? Mín tilfinning er að svo sé ekki.
Mín tilfinning er sú að það séu hlutfallslega miklu fleiri konur á Alþingi en eru t.d. í almennu og opnu starfi stjórnmálaflokkanna. Kvenfólk leitar einfaldlega ekki eins mikið í kjaftaklúbba um stjórnmál, og við það er ekkert að athuga. En þetta litla hlutfall kvenfólks sem þó leitar í stjórnmálastarf, það er búið að tryggja sér "krókaleið" á toppinn með allskyns kynjaákvæðum og sértækum reglum. "Jafnréttis"barátta femínista er baráttan fyrir mismunun eftir kynferði.
Áhugi er á kvennaframboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Fínn pistill eins og svo oft hjá þér.
Ég held einnig að sá mikli munur sem er á kynjunum skýri þetta að verulegu leyti. Það er auðvitað mjög mikill munur á kynjunum en hann má ekki ræða eða rannsaka af pólitískum ástæðum og einnig vill sú umræða fara út í að verða "við erum betri en þið" sálma sem engu skila og málin snúast einfaldlega ekki um.
Þú nefnir að konur leiti ekki eins mikið í stjórnmál. Ég held að það sé rétt hjá þér, áhugi kvenna liggur annars staðar og að því er ekki neitt. Femínistar gefa sér að kynin séu nánast eins en það er auðvitað fjarri lagi. Þetta virðast femínistar ekki vilja viðurkenna, þeir vilja "jafnrétti" á sumum sviðum en ekki öðrum. Femínistar vilja jöfn laun en samt vilja þeir sjálfsagt að karlmenn bjóði þeim áfram í glas, þeir vilja kynjakvóta á sumum sviðum en ekki t.d. í hjúkrun svo ég viti af.
Ég held að mikill munur sé á femínistum og þeim sem vilja jafnrétti.
Helgi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 07:00
Sæll,
Það hefur alla tíð verið vita að staða bæði kvenna og karla ræðst af tvennu:
Konum var bannað að bjóða sig fram en mega það núna. Konur máttu ekki stunda ýmsar iðngreinar sem standa þeim opnar núna. Konum var sennilega sjaldan boðið upp á að velja á milli þess að vinna heima eða fá sér launavinnu að heiman, en geta núna valið eins og þeim sýnist.
Það sem stendur eftir er svo: Konur eru í minnihluta á opnum fundum og í klúbbastarfi stjórnmálaflokka, en nánast jafnmargar á þingi og karlmenn. Konur hafa lítið sóst í iðngreinar en mikið í umönnunargreinar og er ég persónulega viss um að líkamlegt álag á hjúkrunarkonur sé töluvert hærra en t.d. á trésmiði eða bílvirkja.
Og hvað gera femínistar, þegar þetta varð nokkurn veginn niðurstaðan af því að fólk fékk sjálft að velja? Jú, femínistar fundu hálaunastöður þar sem konur eru í minnihluta, eða virðingarstöður (t.d. þingmennsku), og heimta þar sérmeðferð og mismunun.
Jæja þetta er nóg langloka í bili. Jafnrétti er ekki markmið femínista. Sammála því.
Geir Ágústsson, 18.9.2010 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.