Vinnubrögð versnandi fara

Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra til óteljandi ára, og þingmaður til ennþá fleiri, lætur nú "vinnubrögð á mörgum sviðum" innan stjórnsýslunnar koma sér á óvart.

Já, það var og.

Ég man ekki eftir að hafa lesið um annan eins fjölda af vinaráðningum og klíkuskapssamningum og síðan Jóhanna tók við stóli forsætisráðherra. Hefðbundnir fjölmiðlar eru að vísu varkárir í að benda á ósómann, eða vilja það hreinlega ekki af pólitískum ástæðum. En það þýðir ekki að ósóminn sé ekki til staðar.

Hver man ekki eftir því þegar eitthvað skyldmenni Davíðs Oddssonar (sonur hans?) var skipað hæstaréttardómari af þáverandi dómsmálaráðherra? Blöðin voru full af samsæriskenningum og spillingarásökunum í fleiri vikur. Þegar seðlabankastjóri er svo ráðinn símleiðis af forsætisráðherra, utan við sérstaka nefnd sem sat á sama tíma og fór yfir umsóknir, þá segir enginn neitt.

Þetta eru ekki samsæriskenningar. Þetta eru staðreyndir. Jóhanna ætti ekki að láta eitthvað koma sér á óvart sem hún stendur sjálf á bak við. Eða er það kannski hin nýja mantra í stjórnarráðinu?


mbl.is Frumstæð vinnubrögð komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta kallast siðblinda sem er landlæg hjá okkur!

Sigurður Haraldsson, 14.9.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband