Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Ný bóla þanin út
Margir fylgjast spenntir með þróun efnahagsins í Bandaríkjunum og telja hana vera vísbendingu um það sem koma skal fyrir allan heiminn. Bandaríkjamenn eru jú þeir sem kaupa mest af dóti og ef þeir kaupa mikið þá selja aðrir mikið og þannig vegnar öllum vel. Eða hvað?
Nei. En svo einfalt er það ekki.
Þegar netbólan sprakk árið 2000 voru peningaprentvélarnar í Bandaríkjunum settar á fullt. Hagvöxtur "mældist". Umheimurinn lánaði Bandaríkjamönnum með glöðu geði. Úr varð bóla. Hún sprakk.
Núna á að reyna að skapa samskonar "vöxt". Ný bóla verður til. Hún mun springa.
Hvenær hættir maður, sem á götótt dekk, að blása í það lofti? Hvenær hætta þeir sem framleiða verðmæti að senda afrakstur erfiðis síns til Bandaríkjanna svo það geti breyst í neysluskuldir gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja og ríkissjóðs?
Hagfræðingarnir, sem háskólar heimsins framleiða á færibandi til að verja núverandi kerfi ríkisrekinna seðlabanka og ríkiseinokunar á peningaútgáfu, hafa ekki undan að réttlæta gjörðir peningaprentunarsinna. Þeirra tími er senn liðinn.
Efnahagsbati í Bandaríkjunum hægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Fínn pistill.
Er kannski ekki of snemmt að gefa björgunarpakkann upp á bátinn? Er búið að ráðstafa honum öllum? Veistu það? Mig minnir að ég hafi lesið grein í ca. feb að einungis væri búið að ráðstafa um fjórðungi af honum.
Ég var ansi bjartsýnn á að björgunarpakkinn myndi breyta miklu en er í dag ekki eins sannfærður um það. Ég er farinn að hallast að því að það sem þú segir sé rétt. Markaðurinn þarf tíma til að sópa burtu þeim fyrirtækjum sem skuldsettu sig óhóflega. Þeir einstaklingar sem gerðu það líka þurfa nú að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er ekki hægt að vernda einstaklinga fyrir þeim sjálfum þó vinstri stjórnin reyni það.
Þessi kreppa virðist ætla að færa okkur heim sanninn um það að stöðugur og massífur viðskiptahalli gengur ekki til lengri tíma. Sama á við um óhóflegar skuldsetningar. Þegar Kanarnir átta sig á því fyrrnefnda munu þeir sennilega hjóla í Kínverjana en þeir hafa lengi haldið gengi yuansins röngu. Annars skil ég ekki af hverju gengi dollarsins hefur ekki fallið. Kanntu skýringu á því?
Jon (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 20:12
Sæll Jon,
Ég sé gjarnan eitthvað svona eiga sér stað:
Björgunarpakkar sem byggjast á peningaprentun og skuldsetningu ríkisins virka ekki og hafa aldrei gert. Ef þeir hafa "virst" virka (til lengri tíma), þá er það annað hvort vegna rangrar aðferðafræði við mælingar á hagvexti (eins og sú sem við styðjumst við í dag) eða batnandi tíð af einhverjum allt öðrum ástæðum en björgunaraðgerðum. Svo mikið leyfi ég mér að fullyrða.
Dollarinn getur verið að sveiflast til af mörgum ástæðum. Kannski trúa því margir að Obama sé að gera góða hluti. Menn sjá lélegar hagvaxtartölur í USA (þrátt fyrir röngu aðferðafræðina við að mæla hagvöxt) og hugsa: "Jæja, ekki eins slæmt og við héldum í fyrst" - og búmm! Hlutabréfaverð hækka og dollarinn styrkist!
En sá dagur kemur þegar fólk byrjar að missa trúna á Obama/George W. Bush "stimulus" aðferðafræðinni sem "virkaði" svona "vel" til að leysa dot-com bóluna.
Geir Ágústsson, 2.9.2010 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.